Ísmaðurinn úr leik en Humphries slapp fyrir horn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 23:11 Ísmaðurinn Gerwyn Price er úr leik á heimsmeistaramótinu. Vísir/Getty Óvænt úrslit urðu í Alexandra Palace í kvöld þegar Ísmaðurinn Gerwyn Price féll óvænt úr leik. Hinn sigurstranglegi Luke Humphries lenti í miklum vandræðum gegn þýskum Pokémon unnanda. Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir. Pílukast Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira
Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir.
Pílukast Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira