Hetja Stólanna frá því í vor er að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:31 Keyshawn Woods náði ekki að fagna með Tindastólsmönnum því hann fór strax heim til Bandaríkjanna eftir oddaleikinn. Vísir/Hulda Margrét Keyshawn Woods mun alla tíð tilheyra sögu Tindastólsliðsins eftir að hafa tryggt félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í oddaleiknum á Hlíðarenda í vor. Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira