Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 20:23 Hugmynd Macron er sú að hengja gömlu gluggana til sýnis í nýju Notre Dame safni. Getty/Chesnot Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. Meira en 120 þúsund hafa skrifað undir ákall um að haldið verði í upphaflega hönnun glugganna. Mótmælendur hafa líkt áformunum við skemmdarverk og halda því fram að skiptin muni gerbreyta byggingunni á verri veg. Uppbygging kirkjunnar stendur enn yfir eftir að hún brann nánast til kaldra kola í apríl 2019. Macron heimsótti dómkirkjuna í desembermánuði og tilkynnti þar að gluggunum í sex af sjö hliðarkapellum kirkjunnar, sem rekja má aftur til þrettándu aldar, yrði skipt út. Gluggarnir sem setja á í eru líka steindir en með nýrri hönnun og var efnt til samkeppni til að velja útlitið. Samkvæmt frétt Guardian átti erkibiskup Parísar, Laurent Ulrich, hugmyndina að gluggaskiptunum. Ulrich er sagður hafa borið hugmyndina undir forsetann með formlegu bréfi og Macron litist vel á hugmyndina. Gluggarnir, sem skipta á út, voru hannaðir af arkitektinum Eugéne Viollet-le-Duc en hann teiknaði jafnframt turnspíruna, sem bætt var við mannvirkið um miðja 19. öld. Gluggarnir komust heilir í gegn um eldsvoðann sem eyðilagði hálfa kirkjuna og er ætlunin að stilla þeim upp til sýnis í nýju Notre Dame safni. Frakkland Bruninn í Notre-Dame Tengdar fréttir Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. 6. júlí 2021 15:56 Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Meira en 120 þúsund hafa skrifað undir ákall um að haldið verði í upphaflega hönnun glugganna. Mótmælendur hafa líkt áformunum við skemmdarverk og halda því fram að skiptin muni gerbreyta byggingunni á verri veg. Uppbygging kirkjunnar stendur enn yfir eftir að hún brann nánast til kaldra kola í apríl 2019. Macron heimsótti dómkirkjuna í desembermánuði og tilkynnti þar að gluggunum í sex af sjö hliðarkapellum kirkjunnar, sem rekja má aftur til þrettándu aldar, yrði skipt út. Gluggarnir sem setja á í eru líka steindir en með nýrri hönnun og var efnt til samkeppni til að velja útlitið. Samkvæmt frétt Guardian átti erkibiskup Parísar, Laurent Ulrich, hugmyndina að gluggaskiptunum. Ulrich er sagður hafa borið hugmyndina undir forsetann með formlegu bréfi og Macron litist vel á hugmyndina. Gluggarnir, sem skipta á út, voru hannaðir af arkitektinum Eugéne Viollet-le-Duc en hann teiknaði jafnframt turnspíruna, sem bætt var við mannvirkið um miðja 19. öld. Gluggarnir komust heilir í gegn um eldsvoðann sem eyðilagði hálfa kirkjuna og er ætlunin að stilla þeim upp til sýnis í nýju Notre Dame safni.
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Tengdar fréttir Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. 6. júlí 2021 15:56 Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. 6. júlí 2021 15:56
Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01
Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53