Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2023 16:59 Jack Robinson reyndi að hreinsa burt eftir horn en skallaði í öfuga átt. George Wood/Getty Images) Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira