Fögnuðu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor og John Grant Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2023 12:56 Ellen kom fram í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð í síðasta mánuði. Vísir Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona var viðmælandi í Bakaríinu á Bylgjunni í dag, aðfangadag. Þar sagði hún frá sínum jólahefðum, áhugaverðri áramótahefð og frá eftirminnilegum áramótum þegar hún og bróðir hennar, KK, eyddu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor. Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a> Jól Tónlist Áramót Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a>
Jól Tónlist Áramót Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira