Fögnuðu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor og John Grant Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2023 12:56 Ellen kom fram í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð í síðasta mánuði. Vísir Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona var viðmælandi í Bakaríinu á Bylgjunni í dag, aðfangadag. Þar sagði hún frá sínum jólahefðum, áhugaverðri áramótahefð og frá eftirminnilegum áramótum þegar hún og bróðir hennar, KK, eyddu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor. Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a> Jól Tónlist Áramót Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a>
Jól Tónlist Áramót Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira