„Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 10:45 Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnastjóri verkefnisins Allir með. Vísir Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir hér á landi. Börn sem þrá að tilheyra fá einfaldlega ekki þau tækifæri. Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir
Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira