Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Lovísa Arnardóttir skrifar 26. desember 2023 18:58 Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi hjá heimilisofbeldisteymi bráðamóttökunnar. Vísir/Ívar Fannar Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. Fyrir ári síðan var tekið upp nýtt verklag á bráðamóttökunni. Nú eru sérstaklega skráðar allar komur vegna heimilisofbeldis. Frá þeim tíma hafa verið skráðar 130 komur. „Þessar breytingar eru að þannig að það er ákveðið verklag sem fer í gang þegar þolandi mætir á bráðamóttökuna. Það er tekið betur utan um hann. Við fylgjum honum í hverju einasta skrefi. Frá því þeir koma og líka eftir að þeir fara út,“ segir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi sem vinnur ásamt tveimur öðrum félagsráðgjöfum í sérstöku heimilisofbeldisteymi á bráðamóttöku Landspítalans. Auk þeirra eru í teyminu sálfræðingur, læknir og hjúkrunarfræðingur. Auk þess að breyta verklagi við komu og bæta skráningu, var samstarf við lögreglu einnig auðveldað en í maí á þessu ári var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hafa aldrei samband við lögreglu nema með samþykki Með lagabreytingunni voru skýrðar heimildir heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Tilgreint er hvaða upplýsingum er heimilt að miðla til lögreglu þannig að henni sé kleift að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þolanda nauðsynlega vernd og stuðning. „Ég hef aldrei samband við lögregluna nema með samþykki sjúklinga. En breytingin er að við erum ekki að brjóta nein lög með því að gera það,“ segir Jóhanna Erla og að nánast allir sem hafi leitað til þeirra hafi viljað samstarf við lögreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti nýlega 90 milljónir króna í að fjölga stöðugildum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis. Vísir/Vilhelm „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilfelli þar sem samvinnu við lögreglu er ekki óskað. Það eru nánast allir sem hafa samþykkt það að við eigum samráð við lögregluna. Burtséð frá því hvort þau leggja fram kæru eða ekki. Það er ekki það sem þetta snýst um. Það snýst um að lögreglan sé upplýst um að viðkomandi hafi komið vegna heimilisofbeldis. Þá er þetta á skrá.“ Þróa verkefnið áfram „Það er komin ákveðin skráning þannig við getum haldið utan um tölurnar,“ segir hún og að í skráningunni sé haldið utan um aldur þolenda og gerenda, hvenær fólk kemur og hversu oft og hvert þau fara eftir að þau komi til þeirra. Þá segir hún bráðamóttökuna í góðu samstarfi við ýmsa aðila eins og Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og ýmis sértæk úrræði fyrir minnihlutahópa eins og Konukot og Réttindagæslufulltrúa fatlaðra. Jóhanna segir verkefnið í áframhaldandi þróun. „Það sem við erum kannski að skoða eru minnihlutahóparnir, jaðarhóparnir. Heimilislausar konur í vímuefnavanda og málefni fatlaðra. Þetta eru allt jaðarhópar og minnihlutahópar sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Þannig þetta getur verið snúið en við erum að reyna.“ Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21 Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fyrir ári síðan var tekið upp nýtt verklag á bráðamóttökunni. Nú eru sérstaklega skráðar allar komur vegna heimilisofbeldis. Frá þeim tíma hafa verið skráðar 130 komur. „Þessar breytingar eru að þannig að það er ákveðið verklag sem fer í gang þegar þolandi mætir á bráðamóttökuna. Það er tekið betur utan um hann. Við fylgjum honum í hverju einasta skrefi. Frá því þeir koma og líka eftir að þeir fara út,“ segir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi sem vinnur ásamt tveimur öðrum félagsráðgjöfum í sérstöku heimilisofbeldisteymi á bráðamóttöku Landspítalans. Auk þeirra eru í teyminu sálfræðingur, læknir og hjúkrunarfræðingur. Auk þess að breyta verklagi við komu og bæta skráningu, var samstarf við lögreglu einnig auðveldað en í maí á þessu ári var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hafa aldrei samband við lögreglu nema með samþykki Með lagabreytingunni voru skýrðar heimildir heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Tilgreint er hvaða upplýsingum er heimilt að miðla til lögreglu þannig að henni sé kleift að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þolanda nauðsynlega vernd og stuðning. „Ég hef aldrei samband við lögregluna nema með samþykki sjúklinga. En breytingin er að við erum ekki að brjóta nein lög með því að gera það,“ segir Jóhanna Erla og að nánast allir sem hafi leitað til þeirra hafi viljað samstarf við lögreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti nýlega 90 milljónir króna í að fjölga stöðugildum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis. Vísir/Vilhelm „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilfelli þar sem samvinnu við lögreglu er ekki óskað. Það eru nánast allir sem hafa samþykkt það að við eigum samráð við lögregluna. Burtséð frá því hvort þau leggja fram kæru eða ekki. Það er ekki það sem þetta snýst um. Það snýst um að lögreglan sé upplýst um að viðkomandi hafi komið vegna heimilisofbeldis. Þá er þetta á skrá.“ Þróa verkefnið áfram „Það er komin ákveðin skráning þannig við getum haldið utan um tölurnar,“ segir hún og að í skráningunni sé haldið utan um aldur þolenda og gerenda, hvenær fólk kemur og hversu oft og hvert þau fara eftir að þau komi til þeirra. Þá segir hún bráðamóttökuna í góðu samstarfi við ýmsa aðila eins og Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og ýmis sértæk úrræði fyrir minnihlutahópa eins og Konukot og Réttindagæslufulltrúa fatlaðra. Jóhanna segir verkefnið í áframhaldandi þróun. „Það sem við erum kannski að skoða eru minnihlutahóparnir, jaðarhóparnir. Heimilislausar konur í vímuefnavanda og málefni fatlaðra. Þetta eru allt jaðarhópar og minnihlutahópar sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Þannig þetta getur verið snúið en við erum að reyna.“
Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21 Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21
Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent