Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2025 07:51 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir fulla ástæðu til að hafa umtalsverðar áhyggjur af vanfjármögnun lögbundinna verkefna spítalans. Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira. Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira.
Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira