Dregið hafi úr góðvild í garð björgunarsveitafólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 16:34 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum á íbúafundi á dögunum. Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir teikn á lofti um að dregið hafi úr góðvild vinnuveitenda og aðstandenda björgunarsveitafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans til fjölmiðla. Þar segir að landsstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. „Dregið hefur úr þörf á viðveru björgunarsveita á svæðinu. Þá reynist erfitt að manna vaktir björgunarsveita bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn hér á Suðurnesjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg er sjálfboðaliðafélag sem byggir á velvild atvinnurekenda og fjölskyldna björgunarsveitamanna. Ekki hefur staðið á því hjá vinnuveitendum og aðstandendum að veita björgunarsveitamönnum það svigrúm sem þarf þegar öllum er ljóst mikilvægi þeirra verkefna sem björgunarsveitir sinna. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr þeirri góðvild undanfarið og mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri í tilkynningu sinni. Styrkur Slysavarnafélagsins Landsbjargar felist í því að koma til hjálpar þegar hið daglega viðbragð annar ekki verkefnum eða þegar sérþekkingar björgunarsveita í leit og björgun sé krafist. „Björgunarsveitir gefa sig almennt ekki út í langtíma viðbragð nema um sé að ræða verkefni á sérsviði björgunarsveita í leit og björgun. Björgunarsveitir hlaupa undir bagga þar til hið daglega viðbragð nær vopnum sínum og dagleg starfssemi viðbragðsaðila sem hefur raskast kemst aftur í jafnvægi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hafi allt frá byrjun árs 2020 sinnt verkefnum vegna stöðugra jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Þann 10. nóvember síðastliðinn hafi Grindavík, 3800 manna sveitarfélag, verið rýmt og íbúar þess og aðrir sem eiga þar hagsmuna að gæta hafi þurft að sæta stöðugum takmörkunum á aðgengi að heimilum sínum og fyrirtækjum. „Frá miðnætti hafa nokkrir tugir jarðskjálfta mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Telst það lítil skjálftavirkni. Engin gosvirkni er lengur sjáanleg við Sundhnúkagíga en enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi í morgun kl. 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagíga á mánudag virðist nú lokið. Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þar segir að landsstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. „Dregið hefur úr þörf á viðveru björgunarsveita á svæðinu. Þá reynist erfitt að manna vaktir björgunarsveita bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn hér á Suðurnesjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg er sjálfboðaliðafélag sem byggir á velvild atvinnurekenda og fjölskyldna björgunarsveitamanna. Ekki hefur staðið á því hjá vinnuveitendum og aðstandendum að veita björgunarsveitamönnum það svigrúm sem þarf þegar öllum er ljóst mikilvægi þeirra verkefna sem björgunarsveitir sinna. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr þeirri góðvild undanfarið og mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri í tilkynningu sinni. Styrkur Slysavarnafélagsins Landsbjargar felist í því að koma til hjálpar þegar hið daglega viðbragð annar ekki verkefnum eða þegar sérþekkingar björgunarsveita í leit og björgun sé krafist. „Björgunarsveitir gefa sig almennt ekki út í langtíma viðbragð nema um sé að ræða verkefni á sérsviði björgunarsveita í leit og björgun. Björgunarsveitir hlaupa undir bagga þar til hið daglega viðbragð nær vopnum sínum og dagleg starfssemi viðbragðsaðila sem hefur raskast kemst aftur í jafnvægi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hafi allt frá byrjun árs 2020 sinnt verkefnum vegna stöðugra jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Þann 10. nóvember síðastliðinn hafi Grindavík, 3800 manna sveitarfélag, verið rýmt og íbúar þess og aðrir sem eiga þar hagsmuna að gæta hafi þurft að sæta stöðugum takmörkunum á aðgengi að heimilum sínum og fyrirtækjum. „Frá miðnætti hafa nokkrir tugir jarðskjálfta mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Telst það lítil skjálftavirkni. Engin gosvirkni er lengur sjáanleg við Sundhnúkagíga en enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi í morgun kl. 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagíga á mánudag virðist nú lokið.
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira