Hlupu þungvopnaðir um í leit að árásarmanninum Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 14:05 Myndbandið sýnir lögregluþjóna meðal annars leita árásarmannsins, hlúa að fórnarlömbum og flytja þau á brott. Lögreglan í Prag hefur birt myndband sem sýnir lögregluþjóna og sérsveitarmenn leita að árásarmanninum í einni verstu fjöldaskotárás Evrópu, sem framin var í gær. Ungur byssumaður gekk berserksgang í háskóla í borginni þar sem hann skaut minnst fjórtán til bana og særði 25. Umrætt myndband er unnið úr upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna og sýnir þá hlaupa um skólann í leit að árásarmanninum og fólki í felum og flytja særða á brot. Uppfært: Skömmu eftir birtingu fréttarinnar bárust fregnir af því að árásarmaðurinn hefði beint byssu sinni að sjálfum sér eftir árásina. Hann var ekki skotinn af lögregluþjónum eins sagt var í gær og stóð hér fyrst. Áður en ódæðið var framið höfðu yfirvöld fengið upplýsingar um að maðurinn væri á leið til Prag, hugsanlega til að svipta sig lífi, og höfðu rýmt aðra byggingu háskólans þar sem hann var talinn ætla að sækja fyrirlestur. Maðurinn lét hins vegar til skarar skríða í annarri byggingu, en ekki er vitað hvað honum gekk til. Sjá einnig: Þjóðarsorg í Tékklandi vegna skotaárásarinnar Mikill viðbúnaður er í Tékklandi í kjölfar árásarinnar og eru vopnaðir lögregluþjónar víða sýnilegir. Lögreglan sagði frá því í dag að maður hefði hringt í neyðarlínuna í gærkvöldi og lýst því yfir að árásin í skólanum í gær hefði haft mikil áhrif á sig. Hann vildi einnig verða sér út um byssu og skjóta fólk. Það tók nokkrar klukkustundir að bera kennsl á hann og var hann handtekinn í áhlaupi lögreglu í kjölfarið. Myndband af áhlaupinu var birt af lögreglunni fyrr í dag. Tékkland Tengdar fréttir Telja árásarmanninn tengjast líkfundum í skógi í síðustu viku Lögregla í Tékklandi telur að árásarmaðurinn sem skaut 15 til bana og særði 24 til viðbótar í skotárás á listadeild Karlsháskóla í miðborg Prag tengist drápi tveggja manneskja sem fundust látnar í síðustu viku. 21. desember 2023 20:29 Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Birtu myndband af lögregluþjónum fella árásarmanninn Lögreglan í Nashville hefur birt myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem felldi Audrey E. Hale. Sá síðarnefndi skaut sex manns, þar af þrjú börn, til bana í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær. 28. mars 2023 15:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Umrætt myndband er unnið úr upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna og sýnir þá hlaupa um skólann í leit að árásarmanninum og fólki í felum og flytja særða á brot. Uppfært: Skömmu eftir birtingu fréttarinnar bárust fregnir af því að árásarmaðurinn hefði beint byssu sinni að sjálfum sér eftir árásina. Hann var ekki skotinn af lögregluþjónum eins sagt var í gær og stóð hér fyrst. Áður en ódæðið var framið höfðu yfirvöld fengið upplýsingar um að maðurinn væri á leið til Prag, hugsanlega til að svipta sig lífi, og höfðu rýmt aðra byggingu háskólans þar sem hann var talinn ætla að sækja fyrirlestur. Maðurinn lét hins vegar til skarar skríða í annarri byggingu, en ekki er vitað hvað honum gekk til. Sjá einnig: Þjóðarsorg í Tékklandi vegna skotaárásarinnar Mikill viðbúnaður er í Tékklandi í kjölfar árásarinnar og eru vopnaðir lögregluþjónar víða sýnilegir. Lögreglan sagði frá því í dag að maður hefði hringt í neyðarlínuna í gærkvöldi og lýst því yfir að árásin í skólanum í gær hefði haft mikil áhrif á sig. Hann vildi einnig verða sér út um byssu og skjóta fólk. Það tók nokkrar klukkustundir að bera kennsl á hann og var hann handtekinn í áhlaupi lögreglu í kjölfarið. Myndband af áhlaupinu var birt af lögreglunni fyrr í dag.
Tékkland Tengdar fréttir Telja árásarmanninn tengjast líkfundum í skógi í síðustu viku Lögregla í Tékklandi telur að árásarmaðurinn sem skaut 15 til bana og særði 24 til viðbótar í skotárás á listadeild Karlsháskóla í miðborg Prag tengist drápi tveggja manneskja sem fundust látnar í síðustu viku. 21. desember 2023 20:29 Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Birtu myndband af lögregluþjónum fella árásarmanninn Lögreglan í Nashville hefur birt myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem felldi Audrey E. Hale. Sá síðarnefndi skaut sex manns, þar af þrjú börn, til bana í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær. 28. mars 2023 15:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Telja árásarmanninn tengjast líkfundum í skógi í síðustu viku Lögregla í Tékklandi telur að árásarmaðurinn sem skaut 15 til bana og særði 24 til viðbótar í skotárás á listadeild Karlsháskóla í miðborg Prag tengist drápi tveggja manneskja sem fundust látnar í síðustu viku. 21. desember 2023 20:29
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37
Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53
Birtu myndband af lögregluþjónum fella árásarmanninn Lögreglan í Nashville hefur birt myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem felldi Audrey E. Hale. Sá síðarnefndi skaut sex manns, þar af þrjú börn, til bana í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær. 28. mars 2023 15:15