Höjlund nálgast þúsund mínútur án marks Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 15:45 Rasmus Höjlund bíður enn eftir fyrsta marki sínu í ensku úrvalsdeildinni. Getty Pressan eykst sífellt á Dananum unga Rasmus Höjlund sem enn á eftir að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Manchester United. Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar.
Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira