Eignaðist þrjú börn á fjórum mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 12:46 Tyreek Hill hefur verið frábær með Miami Dolphins liðinu í vetur. Getty/Cooper Neill Tyreek Hill er að skila frábærum tölum inn á vellinum í NFL-deildinni en hann virðist ekki aðeins safna snertimörkum þessi misserin. Hill komst í fréttirnar í vikunni fyrir líf hans utan vallar þegar fréttist af því að hann hefði eignast þrjú börn á aðeins fjórum mánuðum. Það sem meira er að engin af þessum þremur mismunandi barnsmæðrum hans er eiginkona hans. Daily Mail segir frá. How many children does Tyreek Hill have and who are his baby mamas? After Dolphins wide receiver fathered three children this year and was hit with two paternity suits https://t.co/9YgvR4TeEL pic.twitter.com/Xn3Uzkeyp4— Daily Mail Online (@MailOnline) December 21, 2023 Tvær af konunum hafa höfðað faðernismál gegn Hill en þær segja börn sem fæddust í febrúar og maí séu hans. Þá hefur önnur kona sagt að Hill eigi barnið sem hún fæddi í mars. Hill giftist Keeta Vaccaro í síðasta mánuði en samkvæmt fréttinni þá voru þau sundur og saman frá því að þau trúlofuðu sig. Hin 33 ára gamla Camille Valmon segir að Tyreek D'Shaun Hill Jr., sem fæddist 12. mars, sé sonur Tyreek og hefur birt margar myndir af feðgunum saman á samfélagsmiðlum. Hin þrítuga Brittany Lackner var sú fyrsta til að höfða faðernismál gegn Hill en hún eignaðist soninn Soul Corazon Hill í febrúar. Hin 29 ára gamla Kimberly Baker er síðan hin konan sem hefur höfðað faðernismál gegn útherjanum eldsnögga en hún eignaðist dótturina Trae Love Hill í maí. Þetta eru langt frá því að vera fyrstu börn Hill því hann eignaðist þrjú börn frá fyrra sambandi sínu við Crystal Espinal. Tyreek Hill hefur átt frábær tímabili með Miami Dolphins liðinu en hann hefur skorað tólf snertimörk og gripið bolta fyir 1542 jördum sem er það mesta í NFL-deildinni á leiktíðinni. REPORT: #Dolphins WR Tyreek Hill had a THIRD CHILD THIS YEAR with 3 different women. Two of the baby mamas have just filed paternity suits. Hill reportedly has SEVEN children and just got married a couple of weeks ago. pic.twitter.com/WNkJSTMAXm— MLFootball (@_MLFootball) December 20, 2023 NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hill komst í fréttirnar í vikunni fyrir líf hans utan vallar þegar fréttist af því að hann hefði eignast þrjú börn á aðeins fjórum mánuðum. Það sem meira er að engin af þessum þremur mismunandi barnsmæðrum hans er eiginkona hans. Daily Mail segir frá. How many children does Tyreek Hill have and who are his baby mamas? After Dolphins wide receiver fathered three children this year and was hit with two paternity suits https://t.co/9YgvR4TeEL pic.twitter.com/Xn3Uzkeyp4— Daily Mail Online (@MailOnline) December 21, 2023 Tvær af konunum hafa höfðað faðernismál gegn Hill en þær segja börn sem fæddust í febrúar og maí séu hans. Þá hefur önnur kona sagt að Hill eigi barnið sem hún fæddi í mars. Hill giftist Keeta Vaccaro í síðasta mánuði en samkvæmt fréttinni þá voru þau sundur og saman frá því að þau trúlofuðu sig. Hin 33 ára gamla Camille Valmon segir að Tyreek D'Shaun Hill Jr., sem fæddist 12. mars, sé sonur Tyreek og hefur birt margar myndir af feðgunum saman á samfélagsmiðlum. Hin þrítuga Brittany Lackner var sú fyrsta til að höfða faðernismál gegn Hill en hún eignaðist soninn Soul Corazon Hill í febrúar. Hin 29 ára gamla Kimberly Baker er síðan hin konan sem hefur höfðað faðernismál gegn útherjanum eldsnögga en hún eignaðist dótturina Trae Love Hill í maí. Þetta eru langt frá því að vera fyrstu börn Hill því hann eignaðist þrjú börn frá fyrra sambandi sínu við Crystal Espinal. Tyreek Hill hefur átt frábær tímabili með Miami Dolphins liðinu en hann hefur skorað tólf snertimörk og gripið bolta fyir 1542 jördum sem er það mesta í NFL-deildinni á leiktíðinni. REPORT: #Dolphins WR Tyreek Hill had a THIRD CHILD THIS YEAR with 3 different women. Two of the baby mamas have just filed paternity suits. Hill reportedly has SEVEN children and just got married a couple of weeks ago. pic.twitter.com/WNkJSTMAXm— MLFootball (@_MLFootball) December 20, 2023
NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira