Volaða land skrefi nær Óskarstilnefningu Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2023 07:43 Myndin Volaða land var frumsýnd í Cannes árið 2022 og hefur síðan verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu. Í heildina voru kvikmyndir frá 88 löndum lagðar fram til verðlaunanna þetta árið, en eftir niðurskurðinn eiga fimmtán myndir enn möguleika á tilnefningu. Tilkynnt verður um hvaða fimm myndir verða svo að lokum tilnefndar þann 23. janúar 2024. Óskarsverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 10. mars. Volaða land er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022, þar sem hún keppti um Un Certain Regard-verðlaun hátíðarinnar. Hún hefur svo verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndirnar fimmtán sem enn eiga möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta erlenda mynd: Amerikatsi (Armenía) The Monk and the Gun (Bútan) The Promised Land (Danmörk) Fallen Leaves (Finnland) The Taste of Things (Frakkland) The Teachers’ Lounge (Þýskaland) Volaða land (e. Godland) (Ísland) Io Capitano (Ítalía) Perfect Days (Japan) Totem (Mexíkó) The Mother of All Lies (Marokkó) Society of the Snow (Spánn) Four Daughters (Túnis) 20 Days in Mariupol (Úkraína) The Zone of Interest (Bretland) Myndin er sögð saga af baráttu manns við náttúruna, trúna og sitt dýrslega eðli. „Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Hún er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir Snowglobe í Danmörku. Dreifingaraðili myndarinnar í Bandaríkjunum er Janus Films,“ segir um myndina. Hróður myndarinnar hefur farið nokkuð víða og á dögunum útnefndi breska blaðið Guardian til að mynda myndina sem sjöttu bestu kvikmynd ársins. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Í heildina voru kvikmyndir frá 88 löndum lagðar fram til verðlaunanna þetta árið, en eftir niðurskurðinn eiga fimmtán myndir enn möguleika á tilnefningu. Tilkynnt verður um hvaða fimm myndir verða svo að lokum tilnefndar þann 23. janúar 2024. Óskarsverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 10. mars. Volaða land er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022, þar sem hún keppti um Un Certain Regard-verðlaun hátíðarinnar. Hún hefur svo verið sýnt á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndirnar fimmtán sem enn eiga möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta erlenda mynd: Amerikatsi (Armenía) The Monk and the Gun (Bútan) The Promised Land (Danmörk) Fallen Leaves (Finnland) The Taste of Things (Frakkland) The Teachers’ Lounge (Þýskaland) Volaða land (e. Godland) (Ísland) Io Capitano (Ítalía) Perfect Days (Japan) Totem (Mexíkó) The Mother of All Lies (Marokkó) Society of the Snow (Spánn) Four Daughters (Túnis) 20 Days in Mariupol (Úkraína) The Zone of Interest (Bretland) Myndin er sögð saga af baráttu manns við náttúruna, trúna og sitt dýrslega eðli. „Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Hún er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og Katrin Pors, Eva Jakobsen og Mikkel Jersin fyrir Snowglobe í Danmörku. Dreifingaraðili myndarinnar í Bandaríkjunum er Janus Films,“ segir um myndina. Hróður myndarinnar hefur farið nokkuð víða og á dögunum útnefndi breska blaðið Guardian til að mynda myndina sem sjöttu bestu kvikmynd ársins.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira