Telja árásarmanninn tengjast líkfundum í skógi í síðustu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2023 20:29 Árásin átti sér stað í miðborg Prag, höfuðborgar Tékklands. AP/Petr David Josek Lögregla í Tékklandi telur að árásarmaðurinn sem skaut 15 til bana og særði 24 til viðbótar í skotárás á listadeild Karlsháskóla í miðborg Prag tengist drápi tveggja manneskja sem fundust látnar í síðustu viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og innanríkisráðherra Tékklands, Vít Rakušan, í kjölfar árásarinnar. Árásin varð síðdegis í dag, en árásarmaðurinn var 24 ára nemandi við háskólann. Hann hóf skothríð sína á fjórðu hæð hússins, sem er í hinum svokallaða gamla bæ borgarinnar. Lögregla fann lík árásarmannsins inni í húsinu að árásinni afstaðinni. Faðir mannsins fannst látinn fyrr í dag, í þorpi skammt fyrir utan Prag, en talið er að árásarmaðurinn hafi banað honum. Lögregla gengur nú út frá því að árásarmaðurinn, sem hefur verið kallaður David K í fjölmiðlum, hafi tengst andlátum tveggja einstaklinga sem fundust látnir í Klanovicky-skógi, skammt fyrir utan Prag. Hann hafði fram að þessu ekki komist í kast við lögin. Þá telur lögregla að hann hafi valið skotmörk sín af handahófi. Þá hefur verið greint frá því að fleiri vopn en það sem árásarmaðurinn notaði til verksins hafi fundist í byggingunni þar sem árásin átti sér stað. „Fjöldi fórnarlamba hefði getað skipt fleiri tugum, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð lögreglunnar,“ sagði innanríkisráðherrann Rakušan á blaðamannafundinum. Tékkland Tengdar fréttir Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. 21. desember 2023 18:15 Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og innanríkisráðherra Tékklands, Vít Rakušan, í kjölfar árásarinnar. Árásin varð síðdegis í dag, en árásarmaðurinn var 24 ára nemandi við háskólann. Hann hóf skothríð sína á fjórðu hæð hússins, sem er í hinum svokallaða gamla bæ borgarinnar. Lögregla fann lík árásarmannsins inni í húsinu að árásinni afstaðinni. Faðir mannsins fannst látinn fyrr í dag, í þorpi skammt fyrir utan Prag, en talið er að árásarmaðurinn hafi banað honum. Lögregla gengur nú út frá því að árásarmaðurinn, sem hefur verið kallaður David K í fjölmiðlum, hafi tengst andlátum tveggja einstaklinga sem fundust látnir í Klanovicky-skógi, skammt fyrir utan Prag. Hann hafði fram að þessu ekki komist í kast við lögin. Þá telur lögregla að hann hafi valið skotmörk sín af handahófi. Þá hefur verið greint frá því að fleiri vopn en það sem árásarmaðurinn notaði til verksins hafi fundist í byggingunni þar sem árásin átti sér stað. „Fjöldi fórnarlamba hefði getað skipt fleiri tugum, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð lögreglunnar,“ sagði innanríkisráðherrann Rakušan á blaðamannafundinum.
Tékkland Tengdar fréttir Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. 21. desember 2023 18:15 Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. 21. desember 2023 18:15
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37