Telja árásarmanninn tengjast líkfundum í skógi í síðustu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2023 20:29 Árásin átti sér stað í miðborg Prag, höfuðborgar Tékklands. AP/Petr David Josek Lögregla í Tékklandi telur að árásarmaðurinn sem skaut 15 til bana og særði 24 til viðbótar í skotárás á listadeild Karlsháskóla í miðborg Prag tengist drápi tveggja manneskja sem fundust látnar í síðustu viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og innanríkisráðherra Tékklands, Vít Rakušan, í kjölfar árásarinnar. Árásin varð síðdegis í dag, en árásarmaðurinn var 24 ára nemandi við háskólann. Hann hóf skothríð sína á fjórðu hæð hússins, sem er í hinum svokallaða gamla bæ borgarinnar. Lögregla fann lík árásarmannsins inni í húsinu að árásinni afstaðinni. Faðir mannsins fannst látinn fyrr í dag, í þorpi skammt fyrir utan Prag, en talið er að árásarmaðurinn hafi banað honum. Lögregla gengur nú út frá því að árásarmaðurinn, sem hefur verið kallaður David K í fjölmiðlum, hafi tengst andlátum tveggja einstaklinga sem fundust látnir í Klanovicky-skógi, skammt fyrir utan Prag. Hann hafði fram að þessu ekki komist í kast við lögin. Þá telur lögregla að hann hafi valið skotmörk sín af handahófi. Þá hefur verið greint frá því að fleiri vopn en það sem árásarmaðurinn notaði til verksins hafi fundist í byggingunni þar sem árásin átti sér stað. „Fjöldi fórnarlamba hefði getað skipt fleiri tugum, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð lögreglunnar,“ sagði innanríkisráðherrann Rakušan á blaðamannafundinum. Tékkland Tengdar fréttir Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. 21. desember 2023 18:15 Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og innanríkisráðherra Tékklands, Vít Rakušan, í kjölfar árásarinnar. Árásin varð síðdegis í dag, en árásarmaðurinn var 24 ára nemandi við háskólann. Hann hóf skothríð sína á fjórðu hæð hússins, sem er í hinum svokallaða gamla bæ borgarinnar. Lögregla fann lík árásarmannsins inni í húsinu að árásinni afstaðinni. Faðir mannsins fannst látinn fyrr í dag, í þorpi skammt fyrir utan Prag, en talið er að árásarmaðurinn hafi banað honum. Lögregla gengur nú út frá því að árásarmaðurinn, sem hefur verið kallaður David K í fjölmiðlum, hafi tengst andlátum tveggja einstaklinga sem fundust látnir í Klanovicky-skógi, skammt fyrir utan Prag. Hann hafði fram að þessu ekki komist í kast við lögin. Þá telur lögregla að hann hafi valið skotmörk sín af handahófi. Þá hefur verið greint frá því að fleiri vopn en það sem árásarmaðurinn notaði til verksins hafi fundist í byggingunni þar sem árásin átti sér stað. „Fjöldi fórnarlamba hefði getað skipt fleiri tugum, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð lögreglunnar,“ sagði innanríkisráðherrann Rakušan á blaðamannafundinum.
Tékkland Tengdar fréttir Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. 21. desember 2023 18:15 Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. 21. desember 2023 18:15
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37