Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 13:45 Guðrún segir nýtt afbrigði Covid mjög smitandi en veikindin ekki meiri. Innlögnum hefur ekki fjölgað vegna þess en eru margar vegna annars konar öndunarfærasýkinga líka. Vísir/Arnar Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir greiningum á ýmsum veikindum hafa fjölgað mikið undanfarið. En það sé þó eðlilegt á þessum árstíma. „Það hefur verið bæði Covid, inflúensa sem er komin af stað og RS vírus og ýmsar aðrar öndunarfærarsýkingar og veirur, aðallega.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint nýtt afbrigði af Covid, JN.1, sem eitt af þeim sem eigi að fylgjast með. Það sé mjög smitandi en að bóluefnin sem til eru veiti vörn. Fjallað var um það á vef BBC í vikunni. „Afbrigðið er ekki skæðara. Það hefur ekki verið sýnt fram á meiri veikindi með þessu afbrigði eins hefur verið undanfarið þegar það koma ný afbrigði. Það hefur ekki haldist í hendur við aukin veikindi vegna afbrigðisins í sjálfu sér. En það er rétt að það hafa verið að koma ný afbrigði og nú er þetta afbrigði orðið algengt,“ segir Guðrún og að um sé að ræða undirafbrigði Omikron. „Þetta eru allt Omikron afbrigði. En Covid er mjög smitandi og það er að valda veikindum og ansi margir að vera mjög veikir af þessu.“ Hún segir einkennin svipuð og áður og að sem betur fer sé innlögnum ekki að fjölga. Það liggi þó margir inni af öðrum ástæðum. „Það eru alltaf einhverjir inni með Covid. Það hefur einnig aukist að fólk er inniliggjandi með inflúensu og RS-vírus. Sérstaklega ung börn.“ Toppinum ekki enn náð Hún segir viðbúið að ástandið verði áfram svona næstu vikur. Toppinum sé þó ekki náð. Hún hvetur fólk til að fara í bólusetningu við bæði inflúensu og Covid. Það sé enn hægt og sérstaklega mælt við því fyrir fólk eldra en 60 ára. „Þátttakan hefur því miður ekki verið mjög góð í haust en það var aukning í síðustu viku þegar heilsugæslan var með átak og hvatti fólk til að koma. Þetta hefur hvoru tveggja verið undir væntingum og við myndum vilja sjá að hún væri betri,“ segir Guðrún og bendir á að hægt sé að fara í bólusetningu það á heilsugæslustöðvum. Spurð hvort að Covid hafi haft áhrif á þetta segir hún það vel geta verið. Það sé jafnvel einhver þreyta í fólki á umræðu um bólusetningar og svo hafi kannski fyrirkomulagið áhrif. Það sé hægt að fara á heilsugæslustöðvar en það sé auðvitað ekki eins og var þegar á heimsfaraldri stóð. Hún segir samt mjög mikilvægt að þiggja bólusetninguna. „Þetta eru vel rannsökuð bóluefni og búið að nota þau fyrir milljarða fólks. Það hefur sýnt sig að þau virka og vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23. nóvember 2023 10:29 Búin að bíða lengi eftir bóluefni við RS fyrir yngstu börnin Sýkingar af völdum RS veiru er algengasta ástæða innlagnar ungra barna á spítala á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að nýtt bóluefni gegn RS fái markaðsleyfi. Barnasmitsjúkdómalæknir segir það spennandi. 27. október 2023 07:02 Svona verður fyrirkomulag bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. 3. október 2023 10:23 Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 17. október 2023 07:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir greiningum á ýmsum veikindum hafa fjölgað mikið undanfarið. En það sé þó eðlilegt á þessum árstíma. „Það hefur verið bæði Covid, inflúensa sem er komin af stað og RS vírus og ýmsar aðrar öndunarfærarsýkingar og veirur, aðallega.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint nýtt afbrigði af Covid, JN.1, sem eitt af þeim sem eigi að fylgjast með. Það sé mjög smitandi en að bóluefnin sem til eru veiti vörn. Fjallað var um það á vef BBC í vikunni. „Afbrigðið er ekki skæðara. Það hefur ekki verið sýnt fram á meiri veikindi með þessu afbrigði eins hefur verið undanfarið þegar það koma ný afbrigði. Það hefur ekki haldist í hendur við aukin veikindi vegna afbrigðisins í sjálfu sér. En það er rétt að það hafa verið að koma ný afbrigði og nú er þetta afbrigði orðið algengt,“ segir Guðrún og að um sé að ræða undirafbrigði Omikron. „Þetta eru allt Omikron afbrigði. En Covid er mjög smitandi og það er að valda veikindum og ansi margir að vera mjög veikir af þessu.“ Hún segir einkennin svipuð og áður og að sem betur fer sé innlögnum ekki að fjölga. Það liggi þó margir inni af öðrum ástæðum. „Það eru alltaf einhverjir inni með Covid. Það hefur einnig aukist að fólk er inniliggjandi með inflúensu og RS-vírus. Sérstaklega ung börn.“ Toppinum ekki enn náð Hún segir viðbúið að ástandið verði áfram svona næstu vikur. Toppinum sé þó ekki náð. Hún hvetur fólk til að fara í bólusetningu við bæði inflúensu og Covid. Það sé enn hægt og sérstaklega mælt við því fyrir fólk eldra en 60 ára. „Þátttakan hefur því miður ekki verið mjög góð í haust en það var aukning í síðustu viku þegar heilsugæslan var með átak og hvatti fólk til að koma. Þetta hefur hvoru tveggja verið undir væntingum og við myndum vilja sjá að hún væri betri,“ segir Guðrún og bendir á að hægt sé að fara í bólusetningu það á heilsugæslustöðvum. Spurð hvort að Covid hafi haft áhrif á þetta segir hún það vel geta verið. Það sé jafnvel einhver þreyta í fólki á umræðu um bólusetningar og svo hafi kannski fyrirkomulagið áhrif. Það sé hægt að fara á heilsugæslustöðvar en það sé auðvitað ekki eins og var þegar á heimsfaraldri stóð. Hún segir samt mjög mikilvægt að þiggja bólusetninguna. „Þetta eru vel rannsökuð bóluefni og búið að nota þau fyrir milljarða fólks. Það hefur sýnt sig að þau virka og vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23. nóvember 2023 10:29 Búin að bíða lengi eftir bóluefni við RS fyrir yngstu börnin Sýkingar af völdum RS veiru er algengasta ástæða innlagnar ungra barna á spítala á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að nýtt bóluefni gegn RS fái markaðsleyfi. Barnasmitsjúkdómalæknir segir það spennandi. 27. október 2023 07:02 Svona verður fyrirkomulag bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. 3. október 2023 10:23 Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 17. október 2023 07:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23. nóvember 2023 10:29
Búin að bíða lengi eftir bóluefni við RS fyrir yngstu börnin Sýkingar af völdum RS veiru er algengasta ástæða innlagnar ungra barna á spítala á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að nýtt bóluefni gegn RS fái markaðsleyfi. Barnasmitsjúkdómalæknir segir það spennandi. 27. október 2023 07:02
Svona verður fyrirkomulag bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. 3. október 2023 10:23
Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 17. október 2023 07:07