Tekur við sem forstöðumaður í Salnum í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 11:19 Bjarni Haukur Þórsson. Kópavogsbær Bjarni Haukur Þórsson leikari hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann tekur við stöðunni af Aino Freyja Järvelä. Frá þessu segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að Bjarni Haukur sé með B.F.A./B.V.A. gráðu í leiklist frá American Academy of Dramatic Arts í New York og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Bjarni Haukur var framkvæmdarstjóri Thorsson Productions á Norðurlöndum frá árinu 2004. Þar stýrði hann daglegum rekstri, þróun verkefna, framleiðslu, leikstjórn og handritsgerð. Bjarni hefur átt í nánu samstarfi við mörg af virtustu menningarhúsum Norðurlandanna svo sem Kulturhuset í Stokkhólmi, Þjóðleikhúsið í Svíþjóð, Sænska leikhúsið í Helsinki, Borgarleikhúsið í Osló og Þjóðleikhúsið í Noregi. Samstarf sem hefur aflað honum mikilvægra tengsla sem nýtast munu honum í nýju starfi forstöðumanns,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Bjarni hafi áður verið leikari við Þjóðleikhúsið og framleitt sjónvarpsþætti og kvikmyndir fyrir íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar auk þess að starfa við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. „Um skeið var Bjarni markaðsfulltrúi Sagafilm og sat í stjórn Nordiska Teaterförlaget í Kaupmannahöfn, sem er eitt stærsta forlag með leikverk, óperur og sinfóníur á Norðurlöndunum. Þá hafa nokkur leikverk eftir Bjarna Hauk verið sýnd í 26 löndum.“ Mörg sóknarfæri Haft er eftir Bjarna Hauki að Salurinn í Kópavogi sé ein mikilvægasta menningarstofnun landsins og að hann sjái mörg sóknarfæri í starfsemi hans. „Ég stefni á að auka þar framboðið af metnaðarfullri og fjölbreyttri tónleika- og menningardagskrá og þar mun sígild- og samtímatónlist eiga ríkulegan sess, enda Salurinn hannaður fyrir klassíska tónlist. Þau nýmæli sem ég stefni á, felast aðallega í samstarfi við tónlistar- og menningarhús á Norðurlöndum og sömuleiðis að auka framboð af menningarviðburðum fyrir börn og fjölskyldur. Síðast en ekki síst vil ég efla aðsóknina að Salnum og þar ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Kópavogur Vistaskipti Söfn Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að Bjarni Haukur sé með B.F.A./B.V.A. gráðu í leiklist frá American Academy of Dramatic Arts í New York og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Bjarni Haukur var framkvæmdarstjóri Thorsson Productions á Norðurlöndum frá árinu 2004. Þar stýrði hann daglegum rekstri, þróun verkefna, framleiðslu, leikstjórn og handritsgerð. Bjarni hefur átt í nánu samstarfi við mörg af virtustu menningarhúsum Norðurlandanna svo sem Kulturhuset í Stokkhólmi, Þjóðleikhúsið í Svíþjóð, Sænska leikhúsið í Helsinki, Borgarleikhúsið í Osló og Þjóðleikhúsið í Noregi. Samstarf sem hefur aflað honum mikilvægra tengsla sem nýtast munu honum í nýju starfi forstöðumanns,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Bjarni hafi áður verið leikari við Þjóðleikhúsið og framleitt sjónvarpsþætti og kvikmyndir fyrir íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar auk þess að starfa við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. „Um skeið var Bjarni markaðsfulltrúi Sagafilm og sat í stjórn Nordiska Teaterförlaget í Kaupmannahöfn, sem er eitt stærsta forlag með leikverk, óperur og sinfóníur á Norðurlöndunum. Þá hafa nokkur leikverk eftir Bjarna Hauk verið sýnd í 26 löndum.“ Mörg sóknarfæri Haft er eftir Bjarna Hauki að Salurinn í Kópavogi sé ein mikilvægasta menningarstofnun landsins og að hann sjái mörg sóknarfæri í starfsemi hans. „Ég stefni á að auka þar framboðið af metnaðarfullri og fjölbreyttri tónleika- og menningardagskrá og þar mun sígild- og samtímatónlist eiga ríkulegan sess, enda Salurinn hannaður fyrir klassíska tónlist. Þau nýmæli sem ég stefni á, felast aðallega í samstarfi við tónlistar- og menningarhús á Norðurlöndum og sömuleiðis að auka framboð af menningarviðburðum fyrir börn og fjölskyldur. Síðast en ekki síst vil ég efla aðsóknina að Salnum og þar ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“
Kópavogur Vistaskipti Söfn Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning