Tekur við sem forstöðumaður í Salnum í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 11:19 Bjarni Haukur Þórsson. Kópavogsbær Bjarni Haukur Þórsson leikari hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann tekur við stöðunni af Aino Freyja Järvelä. Frá þessu segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að Bjarni Haukur sé með B.F.A./B.V.A. gráðu í leiklist frá American Academy of Dramatic Arts í New York og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Bjarni Haukur var framkvæmdarstjóri Thorsson Productions á Norðurlöndum frá árinu 2004. Þar stýrði hann daglegum rekstri, þróun verkefna, framleiðslu, leikstjórn og handritsgerð. Bjarni hefur átt í nánu samstarfi við mörg af virtustu menningarhúsum Norðurlandanna svo sem Kulturhuset í Stokkhólmi, Þjóðleikhúsið í Svíþjóð, Sænska leikhúsið í Helsinki, Borgarleikhúsið í Osló og Þjóðleikhúsið í Noregi. Samstarf sem hefur aflað honum mikilvægra tengsla sem nýtast munu honum í nýju starfi forstöðumanns,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Bjarni hafi áður verið leikari við Þjóðleikhúsið og framleitt sjónvarpsþætti og kvikmyndir fyrir íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar auk þess að starfa við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. „Um skeið var Bjarni markaðsfulltrúi Sagafilm og sat í stjórn Nordiska Teaterförlaget í Kaupmannahöfn, sem er eitt stærsta forlag með leikverk, óperur og sinfóníur á Norðurlöndunum. Þá hafa nokkur leikverk eftir Bjarna Hauk verið sýnd í 26 löndum.“ Mörg sóknarfæri Haft er eftir Bjarna Hauki að Salurinn í Kópavogi sé ein mikilvægasta menningarstofnun landsins og að hann sjái mörg sóknarfæri í starfsemi hans. „Ég stefni á að auka þar framboðið af metnaðarfullri og fjölbreyttri tónleika- og menningardagskrá og þar mun sígild- og samtímatónlist eiga ríkulegan sess, enda Salurinn hannaður fyrir klassíska tónlist. Þau nýmæli sem ég stefni á, felast aðallega í samstarfi við tónlistar- og menningarhús á Norðurlöndum og sömuleiðis að auka framboð af menningarviðburðum fyrir börn og fjölskyldur. Síðast en ekki síst vil ég efla aðsóknina að Salnum og þar ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Kópavogur Vistaskipti Söfn Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að Bjarni Haukur sé með B.F.A./B.V.A. gráðu í leiklist frá American Academy of Dramatic Arts í New York og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. „Bjarni Haukur var framkvæmdarstjóri Thorsson Productions á Norðurlöndum frá árinu 2004. Þar stýrði hann daglegum rekstri, þróun verkefna, framleiðslu, leikstjórn og handritsgerð. Bjarni hefur átt í nánu samstarfi við mörg af virtustu menningarhúsum Norðurlandanna svo sem Kulturhuset í Stokkhólmi, Þjóðleikhúsið í Svíþjóð, Sænska leikhúsið í Helsinki, Borgarleikhúsið í Osló og Þjóðleikhúsið í Noregi. Samstarf sem hefur aflað honum mikilvægra tengsla sem nýtast munu honum í nýju starfi forstöðumanns,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Bjarni hafi áður verið leikari við Þjóðleikhúsið og framleitt sjónvarpsþætti og kvikmyndir fyrir íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar auk þess að starfa við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. „Um skeið var Bjarni markaðsfulltrúi Sagafilm og sat í stjórn Nordiska Teaterförlaget í Kaupmannahöfn, sem er eitt stærsta forlag með leikverk, óperur og sinfóníur á Norðurlöndunum. Þá hafa nokkur leikverk eftir Bjarna Hauk verið sýnd í 26 löndum.“ Mörg sóknarfæri Haft er eftir Bjarna Hauki að Salurinn í Kópavogi sé ein mikilvægasta menningarstofnun landsins og að hann sjái mörg sóknarfæri í starfsemi hans. „Ég stefni á að auka þar framboðið af metnaðarfullri og fjölbreyttri tónleika- og menningardagskrá og þar mun sígild- og samtímatónlist eiga ríkulegan sess, enda Salurinn hannaður fyrir klassíska tónlist. Þau nýmæli sem ég stefni á, felast aðallega í samstarfi við tónlistar- og menningarhús á Norðurlöndum og sömuleiðis að auka framboð af menningarviðburðum fyrir börn og fjölskyldur. Síðast en ekki síst vil ég efla aðsóknina að Salnum og þar ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“
Kópavogur Vistaskipti Söfn Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira