Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 10:38 Macron sagði eftirsjá eftir heilbrigðisráðherranum, sem sagði af sér í mótmælaskyni við frumvarpið, en að maður kæmi í manns stað. AP/Christophe Ena Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins. Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins.
Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira