Utan vallar: Val á leikmönnum sem má stóla á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 10:01 Taiwo Badmus á góðri stundu með Tindastól og Callum Lawson á sigurstund með Valsmönnum. Vísir/Hulda Margrét&Bára Valur og Tindastóll hafa háð tvö mögnuð einvígi um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. Í bæði skiptin hafa úrslitin ráðist í blálokin á oddaleik fyrir framan troðfullu íþróttahúsi á Hlíðarenda. Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor. Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira