Utan vallar: Val á leikmönnum sem má stóla á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 10:01 Taiwo Badmus á góðri stundu með Tindastól og Callum Lawson á sigurstund með Valsmönnum. Vísir/Hulda Margrét&Bára Valur og Tindastóll hafa háð tvö mögnuð einvígi um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. Í bæði skiptin hafa úrslitin ráðist í blálokin á oddaleik fyrir framan troðfullu íþróttahúsi á Hlíðarenda. Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor. Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira