Túristar grétu og hoppuðu af einskærri gleði Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 01:47 Páll var með níu manna hóp frá Bretlandi í Norðurljósaferð þegar jörðin rifnaði fyrir augum þeirra. Ferðamennirnir hoppu og grétu af einskærri gleði. Páll Viggósson leiðsögumaður var með hóp af túristum í norðurljósaferð og sá þegar gosið hófst. Níu manna fjölskylda frá Bretlandi fékk sannarlega sitthvað fyrir peninginn. Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira