Kostar 3.000 krónur að vera of seinn að sækja krakkann Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2023 14:53 Eins gott að vera ekki of seinn að sækja krakkann á leiksskóla í Árborg. Það kostar hvert korterið þrjú þúsund krónur og safnast þegar saman kemur. vísir/hanna Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur eftir áramót. Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér. Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér.
Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira