„Við myndum helst vilja selja þá saman“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 14:23 Fréttablaðið sem áður var og hét. Vísir/Vilhelm Efnisveitan ehf., sem sér um að lengja lífdaga ýmissa húsgagna og hluta sem fyrirtæki, stór og smá, þurfa að losna við með því að selja áfram. Eitt og annað má finna á vefsíðu fyrirtækisins og óhætt er að segja að lógó Fréttablaðsins veki þar athygli. Eigendur fyrirtækisins eru bjartsýnir og vongóðir um að vörurnar seljist. Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent