Herjuðu á heimili Kjartans og brutu rúður Aron Guðmundsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Kjartan fagnar markinu fræga gegn Bröndby. Getty Kjartan Henry Finnbogason hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir afar farsælan feril, bæði sem atvinnu- og landsliðsmaður. Það hefur á ýmsu gengið á leikmannaferli Kjartans og í samtali við Val Pál Eiríksson, sagði hann frá óskemmtilegri atburðarás sem tók við eftir að hann hafði eyðilagt titilvonir Bröndby sem leikmaður AC Horsens. Það er kannski eitt atvik, þegar að þú skorar þessi mörk á móti Bröndby og gerir út um titilvonir þeirra á sínum tíma. Það dró dilk á eftir sér. „Já og gerir það enn þann dag í dag þó það sé ekkert eitthvað sem er að stressa mig á. Kaupmannahöfn er náttúrulega skipt í tvennt á milli þessara tveggja liða, FC Kaupmannahafnar og Bröndby. Ég var að spila minn síðasta leik fyrir AC Horsens og fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég myndi koma inn sem varamaður í þessum tiltekna leik gegn Bröndby. Þetta var síðasti heimaleikurinn, algjörlega pakkaður völlur og Bröndby gat tryggt sér titilinn.“ Kjartan kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Staðan var þá 2-0 fyrir Bröndby og útlitið bjart fyrir titilvonir þeirra. Kjartan gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir AC Horsens fyrir leikslok og jafnaði leikinn í stöðuna 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. „Þeir töpuðu titlinum. Það er eitthvað móment sem ég mun aldrei gleyma.“ Svefnlausar nætur Stuðningsmenn Bröndby voru allt annað en sáttir með þessa niðurstöðu. Kjartan Henry og fjölskyldan hans fengu að finna fyrir reiði stuðningsmannanna. „Það voru þarna menn með húðflúr á andlitinu bankandi upp á heima hjá mér og brjótandi rúður. Það var ekkert sérlega skemmtilegt en geggjuð minning eftir á. Það er alltaf gaman að eyðileggja partýið.“ Óprúttnir aðilar herjuðu einnig á heimili fjölskyldunnar eftir leik á meðan að Kjartan Henry var enn á leikstað. „Konan mín var heima með krakkana og við vorum einnig með au-pair hjá okkur á þessum tíma. Við leikmennirnir máttum ekki fara út af leikvanginum þar sem að stuðningsmenn voru að reyna að brjótast inn. Við vorum því læstir inni og ég fæ símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að það væru menn fyrir utan heimilið okkar með læti og bankandi á hurðina. Ég náttúrulega tjúllaðist við þetta, laumaði mér út af leikvanginum og brunaði heim.“ Þá voru umræddir menn á bak og burt og segir Kjartan Henry að tekið hafi við svefnlausar nætur. „Svo fékk maður alls konar morðhótanir en á sama tíma fékk ég blóm og ástarkveðjur frá stuðningsmönnum FC Kaupmannahafnar. Það eru því tvær hliðar á þessu.“ Danski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Það er kannski eitt atvik, þegar að þú skorar þessi mörk á móti Bröndby og gerir út um titilvonir þeirra á sínum tíma. Það dró dilk á eftir sér. „Já og gerir það enn þann dag í dag þó það sé ekkert eitthvað sem er að stressa mig á. Kaupmannahöfn er náttúrulega skipt í tvennt á milli þessara tveggja liða, FC Kaupmannahafnar og Bröndby. Ég var að spila minn síðasta leik fyrir AC Horsens og fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég myndi koma inn sem varamaður í þessum tiltekna leik gegn Bröndby. Þetta var síðasti heimaleikurinn, algjörlega pakkaður völlur og Bröndby gat tryggt sér titilinn.“ Kjartan kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Staðan var þá 2-0 fyrir Bröndby og útlitið bjart fyrir titilvonir þeirra. Kjartan gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir AC Horsens fyrir leikslok og jafnaði leikinn í stöðuna 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. „Þeir töpuðu titlinum. Það er eitthvað móment sem ég mun aldrei gleyma.“ Svefnlausar nætur Stuðningsmenn Bröndby voru allt annað en sáttir með þessa niðurstöðu. Kjartan Henry og fjölskyldan hans fengu að finna fyrir reiði stuðningsmannanna. „Það voru þarna menn með húðflúr á andlitinu bankandi upp á heima hjá mér og brjótandi rúður. Það var ekkert sérlega skemmtilegt en geggjuð minning eftir á. Það er alltaf gaman að eyðileggja partýið.“ Óprúttnir aðilar herjuðu einnig á heimili fjölskyldunnar eftir leik á meðan að Kjartan Henry var enn á leikstað. „Konan mín var heima með krakkana og við vorum einnig með au-pair hjá okkur á þessum tíma. Við leikmennirnir máttum ekki fara út af leikvanginum þar sem að stuðningsmenn voru að reyna að brjótast inn. Við vorum því læstir inni og ég fæ símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að það væru menn fyrir utan heimilið okkar með læti og bankandi á hurðina. Ég náttúrulega tjúllaðist við þetta, laumaði mér út af leikvanginum og brunaði heim.“ Þá voru umræddir menn á bak og burt og segir Kjartan Henry að tekið hafi við svefnlausar nætur. „Svo fékk maður alls konar morðhótanir en á sama tíma fékk ég blóm og ástarkveðjur frá stuðningsmönnum FC Kaupmannahafnar. Það eru því tvær hliðar á þessu.“
Danski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira