Grindavíkurkonur Kanalausar eftir áramót Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 16:34 Danielle Rodriguez í leik gegn Stjörnunni í vetur Vísir/Vilhelm Grindvíkingar geta mögulega gert breytingar á leikmannahópi sínum í Subway-deild kvenna en hin bandaríska Danielle Rodriguez er meðal þeirra 20 einstaklinga sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Danielle, sem oftast er kölluð Dani, kom fyrst til Íslands árið 2016 þegar hún gekk til liðs við Stjörnuna. Hún lék einnig með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna árið 2020, þá aðeins 27 ára. Hún tók þá svo aftur fram haustið 2022 þegar hún gekk til liðs við Grindavík. Dani hefur töluvert látið til sín taka í þjálfun, ekki síst hjá yngri landsliðum Íslands en síðasta sumar var hún aðalþjálfari U16 stúlkna á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Dani í landsliðsham Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar fer væntanlega á dagskrá þingsins á eftir og er ekki reiknað með að listinn muni taka breytingum í meðförum þingsins. Ríkisborgararéttur til Dani mun þýða að hún verður gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Hvort þetta hafi áhrif á stöðu hennar sem bandarískur leikmaður þetta tímabilið liggur ekki alveg ljóst fyrir. Þar sem hún hóf tímabilið sem bandarískur leikmaður þurfi hún mögulega að ljúka því sem slíkur, óháð nýfengnum ríkisborgararétti. Í reglugerð KKÍ segir: „Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.“ Af þessu er ljóst að Grindavík þarf að fá sérstaka undanþágu frá stjórn KKÍ ef liðið hefur áhuga á að bæta við sig öðrum leikmanni utan EES. Að vísu þarf að setja þann fyrirvara á þessa grein úr reglugerð KKÍ að hún á við um leikmenn sem hafa búið á Íslandi samfellt í þrjú ár. Í öllu falli er ljóst að Dani getur leikið með íslenska landsliðinu sem íslenskur ríkisborgari um leið og lögin taka gildi en mögulega ekki með Grindavík sem íslenskur leikmaður fyrr en á næsta tímabili. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta væru óvænt tíðindi en að sjálfsögðu gleðileg. Hann vildi þó ekki svara því á þessum tímapunkti hvort Grindavík væri að leitast eftir undanþágu eða hvort látið yrði á það reyna að fá nýjan bandarískan leikmann til liðsins. Lalli fer yfir málin með sínum konumVísir/Hulda Margrét „Dani er ekki að sækja um ríkisborgararétt út af körfubolta heldur af persónulegum ástæðum. Hún hefur búið hérna lengi og komið sér vel fyrir svo að þetta var bara næsta eðlilega skref fyrir hana persónulega.“ „Ég gerði ekki ráð fyrir því að hún yrði íslenskur ríkisborgari þetta tímabilið og skipulagði liðið út frá því. Þannig að ég veit ekki hvað við munum gera í framhaldinu. Það er jólafrí núna, við tökum stöðuna betur á þessu fljótlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum