Fjögurra mánaða barn fannst lifandi í tré eftir hvirfilbyl Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 22:28 Heljarinnar hvirfilbylur reið yfir Tennesseeríki síðastliðinn laugardag. AP/Mark Zaleski Fjögurra mánaða gamalt barn fannst lifandi uppi í tré eftir að hafa fokið í miklum hvirfilbyl í Tennesseeríki í Bandaríkjunum. BBC greinir frá því að mannskæður hvirfilbylur hafi riðið yfir Tennesseeríki síðasta laugardag og rifu húsbílinn sem barnið bjó í ásamt foreldrum sínum í sundur. Vindarnir rifu hann upp með húsbílnum þar sem hann lá í vöggu sinni. Barnið lifði þó af og fannst stuttu seinna í trjábol sem hafði brotnað í vindinum. Veggirnir hrundu Barnið, eins árs bróðir þess og foreldrar þeirra lifðu hamfarirnar öll af með minniháttar áverka. „Hvirfilbylurinn kom og tók vögguna með barninu mínu í. Hann var það fyrsta sem fauk,“ sagði móðir barnsins í viðtali við fréttamiðil á svæðinu. Kærastinn hennar og faðir barnsins hélt í vögguna en hvirfilbylurinn feykti honum líka. „Hann hélt í vögguna allan tímann og þeir þeyttust í hringi. Svo var þeim feykt í burtu,“ bætir móðir barnsins við. „Eitthvað sagði mér að hlaupa og leggjast á son minn. Á sömu stundu og ég lagðist á hann hrundu veggirnir. Ég var bókstaflega að kremjast, ég gat ekki andað,“ segir hún. Fannst í „trjábolsvöggu“ Þegar hvirfilbylurinn hafði liðið hjá tókst henni að klöngrast upp úr rústunum ásamt eins árs syni sínum. Hún og barnsfaðir hennar hófu þá að leita að ungabarninu. Þau leituðu í hellidembunni og fundu barnið loks lifandi í því sem hún lýsti sem „lítilli trjábolsvöggu.“ „Ég hélt að hann væri dáinn. Ég var nokkuð viss um að hann væri dáin og að við myndum ekki finna hann. En hér er hann og það er Guði að þakka,“ segir hún. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
BBC greinir frá því að mannskæður hvirfilbylur hafi riðið yfir Tennesseeríki síðasta laugardag og rifu húsbílinn sem barnið bjó í ásamt foreldrum sínum í sundur. Vindarnir rifu hann upp með húsbílnum þar sem hann lá í vöggu sinni. Barnið lifði þó af og fannst stuttu seinna í trjábol sem hafði brotnað í vindinum. Veggirnir hrundu Barnið, eins árs bróðir þess og foreldrar þeirra lifðu hamfarirnar öll af með minniháttar áverka. „Hvirfilbylurinn kom og tók vögguna með barninu mínu í. Hann var það fyrsta sem fauk,“ sagði móðir barnsins í viðtali við fréttamiðil á svæðinu. Kærastinn hennar og faðir barnsins hélt í vögguna en hvirfilbylurinn feykti honum líka. „Hann hélt í vögguna allan tímann og þeir þeyttust í hringi. Svo var þeim feykt í burtu,“ bætir móðir barnsins við. „Eitthvað sagði mér að hlaupa og leggjast á son minn. Á sömu stundu og ég lagðist á hann hrundu veggirnir. Ég var bókstaflega að kremjast, ég gat ekki andað,“ segir hún. Fannst í „trjábolsvöggu“ Þegar hvirfilbylurinn hafði liðið hjá tókst henni að klöngrast upp úr rústunum ásamt eins árs syni sínum. Hún og barnsfaðir hennar hófu þá að leita að ungabarninu. Þau leituðu í hellidembunni og fundu barnið loks lifandi í því sem hún lýsti sem „lítilli trjábolsvöggu.“ „Ég hélt að hann væri dáinn. Ég var nokkuð viss um að hann væri dáin og að við myndum ekki finna hann. En hér er hann og það er Guði að þakka,“ segir hún.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira