Rýming æfð í Bláa lóninu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. desember 2023 19:01 Starfsfólk Bláa lónsins hafði í nógu að snúast í dag við að undirbúa komu fyrstu gestanna. Vísir/Vilhelm Rýming var æfð í Bláa lóninu í dag en það verður opnað á ný á sunnudaginn eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði. Vinna við varnargarðana í Svartsengi er í fullum gangi og til að trufla ekki þá vinnu verða gestir ferjaðir fyrstu fjóra dagana með rútum í Bláa lónið. Vinna er í fullum gangi við að koma varnargörðunum upp og mun sú vinna hafa áhrif að aðgengi að Bláa lóninu fyrst um sinn. Vísir/Arnar Starfsmenn Bláa lónsins eru um átta hundruð. Hótelin verða ekki opnuð aftur að svo stöddu heldur aðeins baðlónið. „Við erum alveg gríðarlega spennt og glöð að fá loksins að opna aftur eftir fimm vikna lokun. Við erum búin að vera að reyna að nýta tímann eins og hægt er að fara yfir húsnæðið okkar og annað slíkt en auðvitað er þetta búinn að vera mikill óvissutími. Við vorum hér í morgun með einmitt rýmingaræfingu með okkar fólki öllu og það var gríðarlega gott að sjá bara fólkið og maður fann það að fólkinu fannst gott að koma aftur. Hitta hvort annað og það var gríðarlega góðstemning í hópnum,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins. Enn rís land í Svartsengi og nokkur jarðskjálftavirkni er á svæðinu þó dregið hafi úr henni. Helga segir að koma til rýmingar vegna jarðhræringanna þá taki hún stuttan tíma. Æfingin í dag hafi sýnt það. „Þá gætu við rýmt á mun styttri tíma en yfirvöld hafa boðað að við þyrftum að geta rýma innan.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins segir starfsfólk spennt fyrir sunnudeginum. Vísir/Arnar Helga telur að gestir verði til að byrja með töluvert færri en þeir eru að jafnaði eða um þrjú til fimm hundruð á hverjum tíma. „Það eru bara ágætis bókanir. Auðvitað ekki eins mikið og við eigum að venjast á þessum tíma en við höfum verið heppin með það að fólk hefur ekki verið að afbóka og svona beðið í voninni að við myndum verða búin að opna og okkur þykir vænt um það. Þannig að við hlökkum til.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57 Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36 Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Vinna við varnargarðana í Svartsengi er í fullum gangi og til að trufla ekki þá vinnu verða gestir ferjaðir fyrstu fjóra dagana með rútum í Bláa lónið. Vinna er í fullum gangi við að koma varnargörðunum upp og mun sú vinna hafa áhrif að aðgengi að Bláa lóninu fyrst um sinn. Vísir/Arnar Starfsmenn Bláa lónsins eru um átta hundruð. Hótelin verða ekki opnuð aftur að svo stöddu heldur aðeins baðlónið. „Við erum alveg gríðarlega spennt og glöð að fá loksins að opna aftur eftir fimm vikna lokun. Við erum búin að vera að reyna að nýta tímann eins og hægt er að fara yfir húsnæðið okkar og annað slíkt en auðvitað er þetta búinn að vera mikill óvissutími. Við vorum hér í morgun með einmitt rýmingaræfingu með okkar fólki öllu og það var gríðarlega gott að sjá bara fólkið og maður fann það að fólkinu fannst gott að koma aftur. Hitta hvort annað og það var gríðarlega góðstemning í hópnum,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins. Enn rís land í Svartsengi og nokkur jarðskjálftavirkni er á svæðinu þó dregið hafi úr henni. Helga segir að koma til rýmingar vegna jarðhræringanna þá taki hún stuttan tíma. Æfingin í dag hafi sýnt það. „Þá gætu við rýmt á mun styttri tíma en yfirvöld hafa boðað að við þyrftum að geta rýma innan.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins segir starfsfólk spennt fyrir sunnudeginum. Vísir/Arnar Helga telur að gestir verði til að byrja með töluvert færri en þeir eru að jafnaði eða um þrjú til fimm hundruð á hverjum tíma. „Það eru bara ágætis bókanir. Auðvitað ekki eins mikið og við eigum að venjast á þessum tíma en við höfum verið heppin með það að fólk hefur ekki verið að afbóka og svona beðið í voninni að við myndum verða búin að opna og okkur þykir vænt um það. Þannig að við hlökkum til.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57 Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36 Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57
Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36
Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23