Margrét sýknuð í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 15. desember 2023 14:27 Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri vefsíðunnar frettin.is. Vísir Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við en Margrét fór hörðum orðum um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Aðdraganda málsins má rekja til þess að Margrét var stödd ásamt vini sínum á Benzin Café við Grensásveg í ágúst 2018. Fyrir héraðsdómi sagði Margrét að skyndilega hafi tveir menn komið þangað inn og horft undarlega á hana en í ljós hafi komið að faðir Semu Erlu ætti staðinn. „Ég ætla að drepa þig helvítis tíkin þín“ Sema Erla sagðist fyrir dómi hafa ákveðið að fara á Benzin Café til að hitta vinafólk ásamt kærasta sínum. Þegar þau hafi komið á staðinn hafi Margrét staðið fyrir utan og ausið yfir hana svívirðingum, með orðum eins og að hún væri „feit, ljót, norn og ógeðsleg.“ Hún hefði notað íslensku og ensku til skiptist og hótað henni lífláti á báðum tungumálum: „I will kill you fucking bitch.“ Því næst hafi hún kýlt hana í öxlina en vinur Margrétar hafi loks náð að draga hana burt. Rætt var við nokkur vitni, bæði starfsmenn og gesti á kaffihúsinu. Einn gesta sagðist ekki hafa heyrt nákvæm orðaskil en að úr hafi orðið rifrildi fyrir utan staðinn. Hann sagði að Margrét hafi verið ósátt við að vera vísað út af tilefnislausu. Annað vitni, sem hafði engin tengsl við Semu Erlu eða Margréti, sagði Margréti hafa verið „froðufellandi“ af bræði og marghótað að drepa Semu Erlu. Hún hefði notað orðalag eins og að „stúta“ og „kála“ henni. Í héraði var Margrét dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Arnari Þór Jónssyni verjanda sínum rúma milljón í málskostnað. Fór mikinn á samfélagsmiðlum og verjandinn hætti Margrét brást hin versta við dómnum í héraði og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ sagði Margrét í uppfærðri færslu á Facebook daginn eftir. Það varð bæði til þess að Barbara kærði Margréti fyrir meiðyrði og Arnar Þór hætti sem verjandi hennar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira