Samið um fjölnota íþróttahús og aðgengi Borgarlínu á Hlíðarenda Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 06:57 Samkomulagið felst meðal annars í að Valur mun endurbyggja og fjármagna gervigrasvöll vestan Arnarhlíðar á komandi ári. Reykjavíkurborg mun svo endurgreiða kostnað við völlinn á árunum 2025 til 2027 og verður hann þá í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg Samkomulag um frekari uppbyggingu á Hlíðarenda í Reykjavík, áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og aðgengi Borgarlínu var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í gær. Samkomulagið er milli Knattspyrnufélagsins Vals, Hlíðarenda ses. og Reykjavíkurborgar og snýst um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum við Arnarhlíð 3 og Hlíðarenda 14 en einnig áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og eignayfirfærslu gervigrasvallar austan Arnarhlíðar til Reykjavíkurborgar. Þá felur samkomulagið í sér breytta landnotkun sem tryggir aðgengi Borgarlínu að svæðinu. Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningurinn taki í raun til breytinga á deiliskipulagi Hlíðarendareits hvað varðar uppbyggingu þeirra tveggja lóða sem þar standa nú eftir óbyggðar. „Um er að ræða reiti A og J, eða Arnarhlíð 3 þar sem lóðarhafi er Hlíðarendi ses. og lóð við Hlíðarenda 14 þar sem lóðarhafi er Knattspyrnufélagið Valur. Samkvæmt samningnum verður lóðarhöfum heimilt að láta vinna á sinn kostnað deiliskipulag vegna lóðanna þar sem stefnt er að því að hafa annars vegar blandaða íbúðarhúsalóð og hins vegar hreina íbúðarhúsalóð. Skýringarmynd frá ALARK arkitektum ehf. sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu.ALARK Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á lóðunum verði 20% íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Sérstakt byggingarréttargjald verður ekki greitt vegna uppbyggingarinnar en þess í stað skuldbinda lóðarhafar sig til að ráðstafa ábatanum af henni til fjármögnunar á aðstöðu til íþróttaiðkunar á svæðinu. Verður í þeim efnum sérstaklega horft til uppbyggingar fjölnota íþróttahúss á Hlíðarenda sem knattspyrnufélagið Valur mun fjármagna, byggja og reka og mun það uppfylla þarfir allra þeirra greina sem iðkendur félagsins leggja stund á. Stefnt að því að borgin reki íþróttamannvirkin að Hlíðarenda Knattspyrnufélagið Valur mun endurbyggja og fjármagna gervigrasvöll vestan Arnarhlíðar á komandi ári, en Reykjavíkurborg mun endurgreiða kostnað við völlinn á árunum 2025 til 2027 og verður hann þá í eigu borgarinnar. Þá afhendir Knattspyrnufélagið Valur Reykjavíkurborg gervigrasvöll austan Arnarhlíðar til eignar, rekstrar og viðhalds frá upphafi komandi árs án sérstakrar greiðslu. Reykjavíkurborg og Knattspyrnufélagið Valur eru sammála um að samhliða undirritun samningsins verði sett af stað vinna við endurskoðun á eignarhaldi íþróttamannvirkja að Hlíðarenda með það að markmiði að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur þeirra frá upphafi ársins 2025. Aðgengi Borgarlínu tryggt Samkomulagið kveður á um breytta notkun á lóð við Hlíðarenda 12 þannig að hún verði nýtt undir almenningssamgöngur, þar sem Borgarlína mun fara um Snorrabrautarás. Loks kveður samkomulagið á um uppgjör á framkvæmdakostnaði vegna gerðar göngustíga,“ segir á vef borgarinnar. Reykjavík Skipulag Valur Borgarlína Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Samkomulagið er milli Knattspyrnufélagsins Vals, Hlíðarenda ses. og Reykjavíkurborgar og snýst um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum við Arnarhlíð 3 og Hlíðarenda 14 en einnig áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og eignayfirfærslu gervigrasvallar austan Arnarhlíðar til Reykjavíkurborgar. Þá felur samkomulagið í sér breytta landnotkun sem tryggir aðgengi Borgarlínu að svæðinu. Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningurinn taki í raun til breytinga á deiliskipulagi Hlíðarendareits hvað varðar uppbyggingu þeirra tveggja lóða sem þar standa nú eftir óbyggðar. „Um er að ræða reiti A og J, eða Arnarhlíð 3 þar sem lóðarhafi er Hlíðarendi ses. og lóð við Hlíðarenda 14 þar sem lóðarhafi er Knattspyrnufélagið Valur. Samkvæmt samningnum verður lóðarhöfum heimilt að láta vinna á sinn kostnað deiliskipulag vegna lóðanna þar sem stefnt er að því að hafa annars vegar blandaða íbúðarhúsalóð og hins vegar hreina íbúðarhúsalóð. Skýringarmynd frá ALARK arkitektum ehf. sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu.ALARK Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á lóðunum verði 20% íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Sérstakt byggingarréttargjald verður ekki greitt vegna uppbyggingarinnar en þess í stað skuldbinda lóðarhafar sig til að ráðstafa ábatanum af henni til fjármögnunar á aðstöðu til íþróttaiðkunar á svæðinu. Verður í þeim efnum sérstaklega horft til uppbyggingar fjölnota íþróttahúss á Hlíðarenda sem knattspyrnufélagið Valur mun fjármagna, byggja og reka og mun það uppfylla þarfir allra þeirra greina sem iðkendur félagsins leggja stund á. Stefnt að því að borgin reki íþróttamannvirkin að Hlíðarenda Knattspyrnufélagið Valur mun endurbyggja og fjármagna gervigrasvöll vestan Arnarhlíðar á komandi ári, en Reykjavíkurborg mun endurgreiða kostnað við völlinn á árunum 2025 til 2027 og verður hann þá í eigu borgarinnar. Þá afhendir Knattspyrnufélagið Valur Reykjavíkurborg gervigrasvöll austan Arnarhlíðar til eignar, rekstrar og viðhalds frá upphafi komandi árs án sérstakrar greiðslu. Reykjavíkurborg og Knattspyrnufélagið Valur eru sammála um að samhliða undirritun samningsins verði sett af stað vinna við endurskoðun á eignarhaldi íþróttamannvirkja að Hlíðarenda með það að markmiði að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur þeirra frá upphafi ársins 2025. Aðgengi Borgarlínu tryggt Samkomulagið kveður á um breytta notkun á lóð við Hlíðarenda 12 þannig að hún verði nýtt undir almenningssamgöngur, þar sem Borgarlína mun fara um Snorrabrautarás. Loks kveður samkomulagið á um uppgjör á framkvæmdakostnaði vegna gerðar göngustíga,“ segir á vef borgarinnar.
Reykjavík Skipulag Valur Borgarlína Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira