42 ára gamall sonur Íslendinga í EM-hópi Dana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 08:30 Hans Óttar Lindberg er markahæsti leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar. Getty/City-Press Íslenski Daninn Hans Óttar Lindberg er á leiðinni á enn eitt stórmótið með danska landsliðinu í handbolta en hann er í EM-hópi Nikolaj Jacobsen sem tilkynntur var í gær. Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl)
Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold
EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira