Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Helena Rós Sturludóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. desember 2023 08:30 Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, segir ákvörðun sem þessa hafa hræðilegar afleiðingar fyrir viðkvæman hóp fólks. Vísir/Einar Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. „Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“ Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“
Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira