Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 16:40 Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Írskir stjórnmálamenn standa mögulega frammi fyrir umfangsmiklum breytingum á viðhorfi Íra til innflytjenda. AP/Virginia Mayo Írland hefur lengi þótt nokkuð merkilegt fyrir þar sakir að þar hafa fjar-hægri stjórnmálaflokkar aldrei náð fótfestu. Þá hefur írska þjóðin verið stolt af því hvernig tekið er á móti farand- og flóttafólki þar. Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent. Írland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent.
Írland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Sjá meira