Stefnir á að skrifa glæpaleikrit Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. desember 2023 07:01 Glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson er viðmælandi í Jólasögu. Vísir/Vilhelm Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna. „Ég held að ég hafi skrifað fyrstu söguna mína örugglega sex ára, sem ég á enn þá. Ég skrifaði fyrstu glæpasögurnar mínar tólf eða þrettán ára en þær voru allar handskrifaðar og í anda Agöthu Christie,“ segir Ragnar sem leynir ekki aðdáun sinni á enska rithöfundinum sem hefur jafnframt verið kölluð glæpadrottningin (e. Queen of Crime). Hér má sjá viðtalið við Ragnar í heild sinni: Það er margt um að vera hjá Ragnari en nýlega hann dýfði tánni í leikhúslífið. „Ég tók að mér að þýða leikrit sem heitir Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu sem er leikrit sem ég sá fyrst í London og sló mig rosa sterkt. Það er í fyrsta sinn sem ég er að prófa að koma eitthvað nálægt leikhúsi. Ég elska að fara í leikhús og mig langaði að kynnast þessum heimi. Ég er með plön um að skrifa glæpaleikrit með breskum kollega mínum, við sjáum hvernig það gengur.“ Ótrúlegt að sjá hugmyndina lifna við Einnig er verið að kvikmynda þáttaseríuna The Darkness sem er byggð á bókinni Dimma eftir Ragnar frá árinu 2015. „Að sjá bókina lifna við er alveg ótrúlegt. Það eru hundrað manns á setti, einhverjir leikarar að leika hlutverk einhvers fólks sem ég bjó til heima í stofu fyrir mörgum árum, og allt þetta fólk er þarna út af einhverri hugmynd. Það er mjög skrýtið að sjá þessa framleiðslu, þessi hugmynd er svo löngu komin frá mér og maður sér hana lifna við.“ Ragnar hefur sömuleiðis staðið að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir ásamt Yrsu Sigurðardóttur og fleiri höfundum síðastliðin tíu ár en hátíðin er rekin í sjálfboðavinnu. Þau stefna á að halda hana aftur að ári liðnu. Hátíðin var harðlega gagnrýnd af hópi fólks og rithöfunda í ár fyrir viðburð með Hillary Rodham Clinton, sem hefur opinberlega talað gegn vopnahléi í Palestínu. Markmiðið með hátíðinni að sögn Ragnars hefur verið að fá sem flesta höfunda til Íslands, að fá Íslendinga til að kynnast nýjum höfundum og sömuleiðis kynna íslenska höfunda. „Við fórum ekki út í þetta með neinu öðru hugarfari en að efla bókmenntaumræðu á Íslandi.“ Hann segir að þrátt fyrir að bókmenntahátíðin hafi ekki verið hugsuð sem pólitísk eigi hátíðin að geta opnað á alls kyns umræðu. „Þó að okkar hátíð hafi í sjálfu sér bara verið með það að markmiði að ræða um bókmenntir.“ Bækurnar í DNA-inu Aðspurður hvernig hann takist almennt á við gagnrýni við bókum sínum segir Ragnar það mismunandi. „Með tímanum tekur maður neikvæðni ekki eins mikið inn á sig. En þetta er alltaf mjög persónulegt. Í hverri einustu bók fer mikill tími og orka af sjálfum mér í hana og ég held að það eigi við um alla höfunda. Auðvitað vill maður að umfjöllun um allar bækur sé málefnaleg og vönduð. En ef eitthvað er finnst mér vanta umfjöllun um bækur á Íslandi. Þessu fer alltaf fækkandi, fjölmiðlum og dagblöðum og umfjöllun. Það eitt og sér er kannski það versta í þessu, það vantar fleiri dóma og fleiri bókablöð. Þetta er svolítið í okkar DNA, að gefa út bækur og fjalla um bækur.“ Jólasaga Höfundatal Jól Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. 12. desember 2023 07:01 Setti óvart heilt bæjarfélag inn í morðöldu „Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu. 5. desember 2023 07:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Ég held að ég hafi skrifað fyrstu söguna mína örugglega sex ára, sem ég á enn þá. Ég skrifaði fyrstu glæpasögurnar mínar tólf eða þrettán ára en þær voru allar handskrifaðar og í anda Agöthu Christie,“ segir Ragnar sem leynir ekki aðdáun sinni á enska rithöfundinum sem hefur jafnframt verið kölluð glæpadrottningin (e. Queen of Crime). Hér má sjá viðtalið við Ragnar í heild sinni: Það er margt um að vera hjá Ragnari en nýlega hann dýfði tánni í leikhúslífið. „Ég tók að mér að þýða leikrit sem heitir Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu sem er leikrit sem ég sá fyrst í London og sló mig rosa sterkt. Það er í fyrsta sinn sem ég er að prófa að koma eitthvað nálægt leikhúsi. Ég elska að fara í leikhús og mig langaði að kynnast þessum heimi. Ég er með plön um að skrifa glæpaleikrit með breskum kollega mínum, við sjáum hvernig það gengur.“ Ótrúlegt að sjá hugmyndina lifna við Einnig er verið að kvikmynda þáttaseríuna The Darkness sem er byggð á bókinni Dimma eftir Ragnar frá árinu 2015. „Að sjá bókina lifna við er alveg ótrúlegt. Það eru hundrað manns á setti, einhverjir leikarar að leika hlutverk einhvers fólks sem ég bjó til heima í stofu fyrir mörgum árum, og allt þetta fólk er þarna út af einhverri hugmynd. Það er mjög skrýtið að sjá þessa framleiðslu, þessi hugmynd er svo löngu komin frá mér og maður sér hana lifna við.“ Ragnar hefur sömuleiðis staðið að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir ásamt Yrsu Sigurðardóttur og fleiri höfundum síðastliðin tíu ár en hátíðin er rekin í sjálfboðavinnu. Þau stefna á að halda hana aftur að ári liðnu. Hátíðin var harðlega gagnrýnd af hópi fólks og rithöfunda í ár fyrir viðburð með Hillary Rodham Clinton, sem hefur opinberlega talað gegn vopnahléi í Palestínu. Markmiðið með hátíðinni að sögn Ragnars hefur verið að fá sem flesta höfunda til Íslands, að fá Íslendinga til að kynnast nýjum höfundum og sömuleiðis kynna íslenska höfunda. „Við fórum ekki út í þetta með neinu öðru hugarfari en að efla bókmenntaumræðu á Íslandi.“ Hann segir að þrátt fyrir að bókmenntahátíðin hafi ekki verið hugsuð sem pólitísk eigi hátíðin að geta opnað á alls kyns umræðu. „Þó að okkar hátíð hafi í sjálfu sér bara verið með það að markmiði að ræða um bókmenntir.“ Bækurnar í DNA-inu Aðspurður hvernig hann takist almennt á við gagnrýni við bókum sínum segir Ragnar það mismunandi. „Með tímanum tekur maður neikvæðni ekki eins mikið inn á sig. En þetta er alltaf mjög persónulegt. Í hverri einustu bók fer mikill tími og orka af sjálfum mér í hana og ég held að það eigi við um alla höfunda. Auðvitað vill maður að umfjöllun um allar bækur sé málefnaleg og vönduð. En ef eitthvað er finnst mér vanta umfjöllun um bækur á Íslandi. Þessu fer alltaf fækkandi, fjölmiðlum og dagblöðum og umfjöllun. Það eitt og sér er kannski það versta í þessu, það vantar fleiri dóma og fleiri bókablöð. Þetta er svolítið í okkar DNA, að gefa út bækur og fjalla um bækur.“
Jólasaga Höfundatal Jól Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. 12. desember 2023 07:01 Setti óvart heilt bæjarfélag inn í morðöldu „Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu. 5. desember 2023 07:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. 12. desember 2023 07:01
Setti óvart heilt bæjarfélag inn í morðöldu „Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu. 5. desember 2023 07:00