Dularfulli Brasilíumaðurinn viðurkennir loksins að hann sé Rússi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 19:43 Mikhail Valerievich Mikushin á mynd sem tekin var í Kanada árið 2015. Þá gekk hann undir nafninu José Giammaria sem hann gerði enn þegar hann var handtekinn í Noregi í fyrra. Maðurinn sem lögreglan í Noregi handtók í fyrra vegna gruns um að hann væri rússneskur njósnari og ofursti í rússnesku leyniþjónustunni, hefur nú loks viðurkennt að hann er Rússi. Fram til þessa hefur hann sagst vera brasilískur. Í frétt norska fréttamiðilsins VG segir að maðurinn, sem var handtekinn í október 2022, hafi kynnt sig sem hinn 45 ára gamla Mikhail Valeryevich Mikushin frá Rússlandi í réttarhöldum í Ósló á dögunum. Þangað til þá hafi hann sagst heita José Assis Giamarria og að hann kæmi frá Brasilíu. Mikushin hafði starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Þar var hann ásakaður um njósnir. Per Niklas Hafsmoe, lögmaður hjá norsku öryggislögreglunni sagði í samtali við VG að skömmu eftir handtöku mannsins hafi lögreglan sent rússneska sendiráðinu bréf þar sem spurt var hvort maður að nafni Mikhail Valeryevich Mikushin væri á landinu. Engin svör hafi þó borist, hvorki frá sendiráðinu né rússneska ríkinu. Hafsmoe segir lögregluna nú hafa sent sendiráðinu annað bréf þar sem beðið er um staðfestingu á að maðurinn sem um ræðir sé Mikushin. Hann hlakki til að sjá hvort svör fáist í þetta skipti. Handtekinn á leið til vinnu Þann 24. október í fyrra var maðurinn handtekinn að morgni dags þegar hann var á leið til vinnu í háskólanum. Eftir handtökuna leið ekki á löngu þar til rannsóknir rannsóknarsamtakanna Bellingcat leiddu í ljós að maðurinn, sem sagðist þá vera Brasilíumaður, væri tvímælalaust Mikushin. Til að mynda hafi fundist mynd af ökuskírteini hans. Þá sýndu rússnesk gögn að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU, eða leyniþjónustu rússneska hersins. Þau gögn bentu til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. Noregur Rússland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Í frétt norska fréttamiðilsins VG segir að maðurinn, sem var handtekinn í október 2022, hafi kynnt sig sem hinn 45 ára gamla Mikhail Valeryevich Mikushin frá Rússlandi í réttarhöldum í Ósló á dögunum. Þangað til þá hafi hann sagst heita José Assis Giamarria og að hann kæmi frá Brasilíu. Mikushin hafði starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Þar var hann ásakaður um njósnir. Per Niklas Hafsmoe, lögmaður hjá norsku öryggislögreglunni sagði í samtali við VG að skömmu eftir handtöku mannsins hafi lögreglan sent rússneska sendiráðinu bréf þar sem spurt var hvort maður að nafni Mikhail Valeryevich Mikushin væri á landinu. Engin svör hafi þó borist, hvorki frá sendiráðinu né rússneska ríkinu. Hafsmoe segir lögregluna nú hafa sent sendiráðinu annað bréf þar sem beðið er um staðfestingu á að maðurinn sem um ræðir sé Mikushin. Hann hlakki til að sjá hvort svör fáist í þetta skipti. Handtekinn á leið til vinnu Þann 24. október í fyrra var maðurinn handtekinn að morgni dags þegar hann var á leið til vinnu í háskólanum. Eftir handtökuna leið ekki á löngu þar til rannsóknir rannsóknarsamtakanna Bellingcat leiddu í ljós að maðurinn, sem sagðist þá vera Brasilíumaður, væri tvímælalaust Mikushin. Til að mynda hafi fundist mynd af ökuskírteini hans. Þá sýndu rússnesk gögn að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU, eða leyniþjónustu rússneska hersins. Þau gögn bentu til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni.
Noregur Rússland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira