Dularfulli Brasilíumaðurinn viðurkennir loksins að hann sé Rússi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 19:43 Mikhail Valerievich Mikushin á mynd sem tekin var í Kanada árið 2015. Þá gekk hann undir nafninu José Giammaria sem hann gerði enn þegar hann var handtekinn í Noregi í fyrra. Maðurinn sem lögreglan í Noregi handtók í fyrra vegna gruns um að hann væri rússneskur njósnari og ofursti í rússnesku leyniþjónustunni, hefur nú loks viðurkennt að hann er Rússi. Fram til þessa hefur hann sagst vera brasilískur. Í frétt norska fréttamiðilsins VG segir að maðurinn, sem var handtekinn í október 2022, hafi kynnt sig sem hinn 45 ára gamla Mikhail Valeryevich Mikushin frá Rússlandi í réttarhöldum í Ósló á dögunum. Þangað til þá hafi hann sagst heita José Assis Giamarria og að hann kæmi frá Brasilíu. Mikushin hafði starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Þar var hann ásakaður um njósnir. Per Niklas Hafsmoe, lögmaður hjá norsku öryggislögreglunni sagði í samtali við VG að skömmu eftir handtöku mannsins hafi lögreglan sent rússneska sendiráðinu bréf þar sem spurt var hvort maður að nafni Mikhail Valeryevich Mikushin væri á landinu. Engin svör hafi þó borist, hvorki frá sendiráðinu né rússneska ríkinu. Hafsmoe segir lögregluna nú hafa sent sendiráðinu annað bréf þar sem beðið er um staðfestingu á að maðurinn sem um ræðir sé Mikushin. Hann hlakki til að sjá hvort svör fáist í þetta skipti. Handtekinn á leið til vinnu Þann 24. október í fyrra var maðurinn handtekinn að morgni dags þegar hann var á leið til vinnu í háskólanum. Eftir handtökuna leið ekki á löngu þar til rannsóknir rannsóknarsamtakanna Bellingcat leiddu í ljós að maðurinn, sem sagðist þá vera Brasilíumaður, væri tvímælalaust Mikushin. Til að mynda hafi fundist mynd af ökuskírteini hans. Þá sýndu rússnesk gögn að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU, eða leyniþjónustu rússneska hersins. Þau gögn bentu til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. Noregur Rússland Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Í frétt norska fréttamiðilsins VG segir að maðurinn, sem var handtekinn í október 2022, hafi kynnt sig sem hinn 45 ára gamla Mikhail Valeryevich Mikushin frá Rússlandi í réttarhöldum í Ósló á dögunum. Þangað til þá hafi hann sagst heita José Assis Giamarria og að hann kæmi frá Brasilíu. Mikushin hafði starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Þar var hann ásakaður um njósnir. Per Niklas Hafsmoe, lögmaður hjá norsku öryggislögreglunni sagði í samtali við VG að skömmu eftir handtöku mannsins hafi lögreglan sent rússneska sendiráðinu bréf þar sem spurt var hvort maður að nafni Mikhail Valeryevich Mikushin væri á landinu. Engin svör hafi þó borist, hvorki frá sendiráðinu né rússneska ríkinu. Hafsmoe segir lögregluna nú hafa sent sendiráðinu annað bréf þar sem beðið er um staðfestingu á að maðurinn sem um ræðir sé Mikushin. Hann hlakki til að sjá hvort svör fáist í þetta skipti. Handtekinn á leið til vinnu Þann 24. október í fyrra var maðurinn handtekinn að morgni dags þegar hann var á leið til vinnu í háskólanum. Eftir handtökuna leið ekki á löngu þar til rannsóknir rannsóknarsamtakanna Bellingcat leiddu í ljós að maðurinn, sem sagðist þá vera Brasilíumaður, væri tvímælalaust Mikushin. Til að mynda hafi fundist mynd af ökuskírteini hans. Þá sýndu rússnesk gögn að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU, eða leyniþjónustu rússneska hersins. Þau gögn bentu til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni.
Noregur Rússland Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent