„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2023 09:01 Auður Íris Ólafsdóttir var leikmaður Stjörnunnar áður en hún tók við liðinu 2021. vísir/hulda margrét Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti