Innlent

Birta hættir sem vara­frétta­stjóri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birta Björnsdóttir les reglulega fréttir í Ríkissjónvarpinu.
Birta Björnsdóttir les reglulega fréttir í Ríkissjónvarpinu. Birta Björnsdóttir

Birta Björnsdóttir varafréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu hefur ákveðið að einbeita sér alfarið að starfi sínu sem yfirmaður erlendra frétta hjá RÚV. Ragnhildur Thorlacius tekur við sem varafréttastjóri ásamt Valgeiri Erni Ragnarssyni um áramótin.

Birta staðfestir þetta við Heimildina. Hún segist hafa sjálf átt frumkvæðið að skipulagsbreytingunum til að geta sett allan sinn fókus á erlendar fréttir sem eigi hug hennar allan.

„Í ljósi þess hvernig heimurinn er núna er mikilvægi erlendra frétta gríðarlegt,“ segir Birta við Heimildina. Þeim eigi að sinna almennilega. Birta var fréttamaður á Stöð 2 og Morgunblaðinu áður en hún réð sig til RÚV um miðjan síðasta áratug.

Heiðar Örn Sigurfinnsson var ráðinn fréttastjóri snemma árs 2022. Hann tók við starfinu af Rakel Þorbergsdóttur. Heiðar Örn hafði verið varafréttastjóri en við breytingarnar voru Birta og Valgeir Örn gerð að varafréttastjórum.


Tengdar fréttir

Ráðin framkvæmdastjóri hjá RÚV

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV.

Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV

Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×