Geta unnið fyrsta bikarinn síðan 1964 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 15:31 Gylfi Þ. Glslason menntamálaráðherra afhenti Sigríði Sigurðardóttur bikarinn í kvöldverðarboði í lok síðasta keppnisdagsins. timarit.is/Visir Það er bikar í boði fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta í kvöld því leikurinn um 25. sætið á HM í handbolta er líka úrslitaleikurinn um Forsetabikarinn. Ísland spilar við Kongó í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Íslensku stelpurnar voru einu marki frá því að komast í milliriðilinn og hafa unnið alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum til þessa með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Nú geta okkar konur unnið bikar og það er langt síðan að það bættist í bikarsafn kvennalandsliðsins í handbolta. Það eru nefnilega liðin meira en 59 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann síðast bikar á alþjóðlegu keppnismóti. Ísland varð Norðurlandameistari í útihandknattleik kvenna sumarið 1964 en mótið var spilað á grasinu á Laugardalsvellinum. Pétur Bjarnason þjálfaði íslenska liðið. Pétur Bjarnason þjálfari tolleraður á þessari mynd á baksíðu Morgunblaðsins.timarit.is/Mbl Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem var haldið á Íslandi og fjölmargir áhorfendur mættu á leikina sem fór fram í lok júní. Íslensku stelpurnar höfðu endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu 1960 en ekki spilað landsleik síðan. Fimmtán leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta landsleik sem gerði afrek þeirra enn athyglisverðara. Íslensku stelpurnar stóðu sig líka frábærlega og byrjuðu á því að vinna 5-4 sigur á Svíum. Það var skrifað um það í blöðunum að það hafi verið haglél í upphafi leiks. Sigríður Sigurðardóttir skoraði sigurmarkið og var markahæst með þrjú mörk. Umfjöllum um sigur íslenska landsliðsins í blaðinu Vísi.timarit.is/Vísir Íslenska liðið vann 14-5 sigur á Finnum í fyrri leik laugardagsins þar sem Sigríður var markahæst með sjö mörk en í seinni leiknum gerði liðið 8-8 jafntefli við Dani þar sem umrædd Sigríður skoraði fimm mörk. Lokaleikur íslensku stelpnanna var á móti Norðmönnum þar sem íslenska liðið vann 9-7 eftir að jafa skorað tvö síðustu mörkin. Sigríður var enn á ný markhæst nú með fjögur mörk og eitt af þeim var lokamark leiksins þar sem hún komst inn í sendingu Norðmanna og innsiglaði sigurinn. Sigríður Sigurðardóttir skoraði alls 19 af 36 mörkum íslenska liðsins í Norðurlandamótinu eða meiri en helming markanna. Hún var kosin Íþróttamaður ársins þetta ár og varð fyrsta konan til að hljóta þau verðlaun. Verðlaunaafhendingin fór fram í kvöldverði í boði menntamálaráðherra Íslands þar sem Sigríður fyrirliði liðsins tók við bikarnum sem SAS-flugfélagið gaf til keppninnar. Myndasyrpa á síðum Þjóðviljans eftir að Norðurlandameistaratitilinn var í höfn.timarit.is/Þjóðviljinn Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Ísland spilar við Kongó í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Íslensku stelpurnar voru einu marki frá því að komast í milliriðilinn og hafa unnið alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum til þessa með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Nú geta okkar konur unnið bikar og það er langt síðan að það bættist í bikarsafn kvennalandsliðsins í handbolta. Það eru nefnilega liðin meira en 59 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann síðast bikar á alþjóðlegu keppnismóti. Ísland varð Norðurlandameistari í útihandknattleik kvenna sumarið 1964 en mótið var spilað á grasinu á Laugardalsvellinum. Pétur Bjarnason þjálfaði íslenska liðið. Pétur Bjarnason þjálfari tolleraður á þessari mynd á baksíðu Morgunblaðsins.timarit.is/Mbl Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem var haldið á Íslandi og fjölmargir áhorfendur mættu á leikina sem fór fram í lok júní. Íslensku stelpurnar höfðu endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu 1960 en ekki spilað landsleik síðan. Fimmtán leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta landsleik sem gerði afrek þeirra enn athyglisverðara. Íslensku stelpurnar stóðu sig líka frábærlega og byrjuðu á því að vinna 5-4 sigur á Svíum. Það var skrifað um það í blöðunum að það hafi verið haglél í upphafi leiks. Sigríður Sigurðardóttir skoraði sigurmarkið og var markahæst með þrjú mörk. Umfjöllum um sigur íslenska landsliðsins í blaðinu Vísi.timarit.is/Vísir Íslenska liðið vann 14-5 sigur á Finnum í fyrri leik laugardagsins þar sem Sigríður var markahæst með sjö mörk en í seinni leiknum gerði liðið 8-8 jafntefli við Dani þar sem umrædd Sigríður skoraði fimm mörk. Lokaleikur íslensku stelpnanna var á móti Norðmönnum þar sem íslenska liðið vann 9-7 eftir að jafa skorað tvö síðustu mörkin. Sigríður var enn á ný markhæst nú með fjögur mörk og eitt af þeim var lokamark leiksins þar sem hún komst inn í sendingu Norðmanna og innsiglaði sigurinn. Sigríður Sigurðardóttir skoraði alls 19 af 36 mörkum íslenska liðsins í Norðurlandamótinu eða meiri en helming markanna. Hún var kosin Íþróttamaður ársins þetta ár og varð fyrsta konan til að hljóta þau verðlaun. Verðlaunaafhendingin fór fram í kvöldverði í boði menntamálaráðherra Íslands þar sem Sigríður fyrirliði liðsins tók við bikarnum sem SAS-flugfélagið gaf til keppninnar. Myndasyrpa á síðum Þjóðviljans eftir að Norðurlandameistaratitilinn var í höfn.timarit.is/Þjóðviljinn
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira