Játaði að hafa logið til að taka skellinn í héraðsdómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2023 15:51 Sakborningar huldu höfuð sín við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rangan framburð fyrir dómi í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019. Með því reyndi hann að taka á sig sök í málinu. Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira