„Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. desember 2023 21:37 Sorpa hefur fengið öryggisverði til að standa vaktina á endurvinnslustöðinni á Granda vegna óprútinna aðila sem sækja í sjónvörp og dósir. Stöð 2 Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til. Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum. Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum.
Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira