Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 21:01 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, kannaðist við jógaboltann en ekki við að hafa stungið hann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þrátt fyrir það var boltinn blóðugur og greinilega búið að stinga hann. Getty/Vísir Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira