Fyrirliði Lyngby: Held þetta sé verst dæmdi leikur sem ég hef spilað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2023 18:01 Rauða spjaldið fór á loft eftir aðeins 27 sekúndur. @LyngbyBoldklub Marcel Rømer, fyrirliði Íslendingaliðs Lyngby í knattspyrnu, var vægast sagt ósáttur eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Hann segir síðari leik liðsins gegn Fredericia þann verst dæmda á hans ferli en Lyngby missti mann af velli eftir 27 sekúndur. Lyngby mátti þola 3-2 tap í fyrri leiknum gegn Fredericia og var án Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbeins Birgis Finnssonar í þeim síðari. Þar lenti liðið manni undir eftir 27 sekúndur eftir að Andreas Bjelland var dæmdur brotlegur sem aftasti maður. Það nýttu gestirnir sér og komust 1-0 yfir tíu mínútum síðar, staðan í einvíginu þá 4-2. Þó lærisveinar Freys Alexanderssonar hafi gert hvað þeir gátu þá fundu þeir ekki leið í gegnum vörn gestanna og eru úr leik í bikarnum. Rømer er engan veginn sáttur við dómara leiksins en í endursýningu sést að Bjelland nær til boltans sem fer þaðan af leikmanni Fredericia og inn fyrir vörn heimaliðsins. Þar sem Bjelland fer svo í leikmann Fredericia þá fékk hann rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. „Ég er pirraður af því leikmennirnir á vellinum skáru ekki úr um úrslit leiksins. Í svona mikilvægum leik finnst mér að dómarinn verði að vera hundrað prósent viss. Línuvörðurinn sagðist ekki hafa séð þetta og það kemur mér á óvart,“ sagði Rømer, sem fór rakleiðis upp að aðstoðardómaranum sem var að því virtist í beinni sjónlínu. TIDLIGT RØDT OG FREDERICIA-FØRING De Kongeblå fik et rødt kort imod sig efter 40 sekunder, hvorfor det var op ad bakke fra start Gæsterne går til pause med en 0-1 og samlet 2-4-føring!#SammenForLyngby pic.twitter.com/BUYUO0qg4U— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 10, 2023 „Á hvað er hann að horfa? Hann sinnti ekki starfinu sínu. Eftir þetta missti dómarinn algjörlega stjórn á leiknum og náði henni aldrei aftur á meðan leik stóð,“ sagði Rømer að endingu. Lyngby er úr leik í danska bikarnum en situr í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig a loknum 17 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Sjá meira
Lyngby mátti þola 3-2 tap í fyrri leiknum gegn Fredericia og var án Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbeins Birgis Finnssonar í þeim síðari. Þar lenti liðið manni undir eftir 27 sekúndur eftir að Andreas Bjelland var dæmdur brotlegur sem aftasti maður. Það nýttu gestirnir sér og komust 1-0 yfir tíu mínútum síðar, staðan í einvíginu þá 4-2. Þó lærisveinar Freys Alexanderssonar hafi gert hvað þeir gátu þá fundu þeir ekki leið í gegnum vörn gestanna og eru úr leik í bikarnum. Rømer er engan veginn sáttur við dómara leiksins en í endursýningu sést að Bjelland nær til boltans sem fer þaðan af leikmanni Fredericia og inn fyrir vörn heimaliðsins. Þar sem Bjelland fer svo í leikmann Fredericia þá fékk hann rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. „Ég er pirraður af því leikmennirnir á vellinum skáru ekki úr um úrslit leiksins. Í svona mikilvægum leik finnst mér að dómarinn verði að vera hundrað prósent viss. Línuvörðurinn sagðist ekki hafa séð þetta og það kemur mér á óvart,“ sagði Rømer, sem fór rakleiðis upp að aðstoðardómaranum sem var að því virtist í beinni sjónlínu. TIDLIGT RØDT OG FREDERICIA-FØRING De Kongeblå fik et rødt kort imod sig efter 40 sekunder, hvorfor det var op ad bakke fra start Gæsterne går til pause med en 0-1 og samlet 2-4-føring!#SammenForLyngby pic.twitter.com/BUYUO0qg4U— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 10, 2023 „Á hvað er hann að horfa? Hann sinnti ekki starfinu sínu. Eftir þetta missti dómarinn algjörlega stjórn á leiknum og náði henni aldrei aftur á meðan leik stóð,“ sagði Rømer að endingu. Lyngby er úr leik í danska bikarnum en situr í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig a loknum 17 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Sjá meira