Fyrirliði Lyngby: Held þetta sé verst dæmdi leikur sem ég hef spilað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2023 18:01 Rauða spjaldið fór á loft eftir aðeins 27 sekúndur. @LyngbyBoldklub Marcel Rømer, fyrirliði Íslendingaliðs Lyngby í knattspyrnu, var vægast sagt ósáttur eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Hann segir síðari leik liðsins gegn Fredericia þann verst dæmda á hans ferli en Lyngby missti mann af velli eftir 27 sekúndur. Lyngby mátti þola 3-2 tap í fyrri leiknum gegn Fredericia og var án Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbeins Birgis Finnssonar í þeim síðari. Þar lenti liðið manni undir eftir 27 sekúndur eftir að Andreas Bjelland var dæmdur brotlegur sem aftasti maður. Það nýttu gestirnir sér og komust 1-0 yfir tíu mínútum síðar, staðan í einvíginu þá 4-2. Þó lærisveinar Freys Alexanderssonar hafi gert hvað þeir gátu þá fundu þeir ekki leið í gegnum vörn gestanna og eru úr leik í bikarnum. Rømer er engan veginn sáttur við dómara leiksins en í endursýningu sést að Bjelland nær til boltans sem fer þaðan af leikmanni Fredericia og inn fyrir vörn heimaliðsins. Þar sem Bjelland fer svo í leikmann Fredericia þá fékk hann rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. „Ég er pirraður af því leikmennirnir á vellinum skáru ekki úr um úrslit leiksins. Í svona mikilvægum leik finnst mér að dómarinn verði að vera hundrað prósent viss. Línuvörðurinn sagðist ekki hafa séð þetta og það kemur mér á óvart,“ sagði Rømer, sem fór rakleiðis upp að aðstoðardómaranum sem var að því virtist í beinni sjónlínu. TIDLIGT RØDT OG FREDERICIA-FØRING De Kongeblå fik et rødt kort imod sig efter 40 sekunder, hvorfor det var op ad bakke fra start Gæsterne går til pause med en 0-1 og samlet 2-4-føring!#SammenForLyngby pic.twitter.com/BUYUO0qg4U— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 10, 2023 „Á hvað er hann að horfa? Hann sinnti ekki starfinu sínu. Eftir þetta missti dómarinn algjörlega stjórn á leiknum og náði henni aldrei aftur á meðan leik stóð,“ sagði Rømer að endingu. Lyngby er úr leik í danska bikarnum en situr í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig a loknum 17 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Sjá meira
Lyngby mátti þola 3-2 tap í fyrri leiknum gegn Fredericia og var án Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbeins Birgis Finnssonar í þeim síðari. Þar lenti liðið manni undir eftir 27 sekúndur eftir að Andreas Bjelland var dæmdur brotlegur sem aftasti maður. Það nýttu gestirnir sér og komust 1-0 yfir tíu mínútum síðar, staðan í einvíginu þá 4-2. Þó lærisveinar Freys Alexanderssonar hafi gert hvað þeir gátu þá fundu þeir ekki leið í gegnum vörn gestanna og eru úr leik í bikarnum. Rømer er engan veginn sáttur við dómara leiksins en í endursýningu sést að Bjelland nær til boltans sem fer þaðan af leikmanni Fredericia og inn fyrir vörn heimaliðsins. Þar sem Bjelland fer svo í leikmann Fredericia þá fékk hann rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. „Ég er pirraður af því leikmennirnir á vellinum skáru ekki úr um úrslit leiksins. Í svona mikilvægum leik finnst mér að dómarinn verði að vera hundrað prósent viss. Línuvörðurinn sagðist ekki hafa séð þetta og það kemur mér á óvart,“ sagði Rømer, sem fór rakleiðis upp að aðstoðardómaranum sem var að því virtist í beinni sjónlínu. TIDLIGT RØDT OG FREDERICIA-FØRING De Kongeblå fik et rødt kort imod sig efter 40 sekunder, hvorfor det var op ad bakke fra start Gæsterne går til pause med en 0-1 og samlet 2-4-føring!#SammenForLyngby pic.twitter.com/BUYUO0qg4U— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 10, 2023 „Á hvað er hann að horfa? Hann sinnti ekki starfinu sínu. Eftir þetta missti dómarinn algjörlega stjórn á leiknum og náði henni aldrei aftur á meðan leik stóð,“ sagði Rømer að endingu. Lyngby er úr leik í danska bikarnum en situr í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig a loknum 17 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Sjá meira