Segir að andrúmsloftið sé ekki eitrað í klefa Man. United eins og stundum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 14:00 Scott McTominay og félagar í Manchester United töpuðu illa á moti Bournemouth á Old Trafford um helgina. Getty/Clive Brunskill Scott McTominay segir að hann og leikmenn Manchester United standi þétt að baki knattspyrnustjóra sínum Erik ten Hag en fram undan hjá liðinu er leikur upp og líf og dauða í Meistaradeildinni. United mætir Bayern München annað kvöld. Til að United menn komist áfram í sextán liða úrslitin þá þarf liðið að vinna Bayern á Old Trafford og á sama tíma þurfa FC Kaupmannahöfn og Galatasaray að gera jafntefli í hinum leik riðilsins. Fá lið hafa verið gagnrýnd jafnmikið og lið United á þessu tímabili. Liðið byrjaði helgina aðeins þremur stigum á eftir Manchester City en spilamennskan og slök frammistaða í Meistaradeildinni hefur kallað á hörð og mjög gagnrýnin viðbrögð í fjölmiðlum. "It's not just a case of - like with some of the other managers - where it's been a little bit toxic at times"Scott McTominay says the Man Utd players are "firmly behind" manager Erik ten Hag pic.twitter.com/HZVaPeqAv0— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 11, 2023 McTominay segir að andrúmsloftið í búningsklefanum hafi stundum verið eitrað undir stjórn fyrri knattspyrnustjóra en að svo sé það ekki núna. „Leikmennirnir bera ábyrgðina fyrst og fremst,“ sagði Scott McTominay á blaðamannafundi fyrir Bayern leikinn. United steinlá 3-0 á heimavelli á móti Bournemouth um helgina. „Við leikmennirnir gerum okkur alveg grein fyrir því hvar okkar ábyrgð liggur. Við höfum haft marga stórkostlega leikmenn og núna eru sterkir karakterar í klefanum,“ sagði McTominay. United náði ekki að fylgja eftir sigri á Chelsea í síðustu viku en þetta var líka fyrsti leikur liðsins eftir að Ten Hag var valinn stjóri mánaðarins. „Þetta er ekki eins og hjá fyrri knattspyrnustjórum þar sem andrúmsloftið hefur verið svolítið eitrað en núna stöndum við allir að baki stjóranum,“ sagði McTominay. „Ég hef talað um þetta í mörgum viðtölum og svona verður þetta áfram. Við erum líka með frábært þjálfarateymi. Stundum misskilja menn hvað menn eru að hugsa og hvað er sagt á bak við tjöldin,“ sagði McTominay. Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira
Til að United menn komist áfram í sextán liða úrslitin þá þarf liðið að vinna Bayern á Old Trafford og á sama tíma þurfa FC Kaupmannahöfn og Galatasaray að gera jafntefli í hinum leik riðilsins. Fá lið hafa verið gagnrýnd jafnmikið og lið United á þessu tímabili. Liðið byrjaði helgina aðeins þremur stigum á eftir Manchester City en spilamennskan og slök frammistaða í Meistaradeildinni hefur kallað á hörð og mjög gagnrýnin viðbrögð í fjölmiðlum. "It's not just a case of - like with some of the other managers - where it's been a little bit toxic at times"Scott McTominay says the Man Utd players are "firmly behind" manager Erik ten Hag pic.twitter.com/HZVaPeqAv0— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 11, 2023 McTominay segir að andrúmsloftið í búningsklefanum hafi stundum verið eitrað undir stjórn fyrri knattspyrnustjóra en að svo sé það ekki núna. „Leikmennirnir bera ábyrgðina fyrst og fremst,“ sagði Scott McTominay á blaðamannafundi fyrir Bayern leikinn. United steinlá 3-0 á heimavelli á móti Bournemouth um helgina. „Við leikmennirnir gerum okkur alveg grein fyrir því hvar okkar ábyrgð liggur. Við höfum haft marga stórkostlega leikmenn og núna eru sterkir karakterar í klefanum,“ sagði McTominay. United náði ekki að fylgja eftir sigri á Chelsea í síðustu viku en þetta var líka fyrsti leikur liðsins eftir að Ten Hag var valinn stjóri mánaðarins. „Þetta er ekki eins og hjá fyrri knattspyrnustjórum þar sem andrúmsloftið hefur verið svolítið eitrað en núna stöndum við allir að baki stjóranum,“ sagði McTominay. „Ég hef talað um þetta í mörgum viðtölum og svona verður þetta áfram. Við erum líka með frábært þjálfarateymi. Stundum misskilja menn hvað menn eru að hugsa og hvað er sagt á bak við tjöldin,“ sagði McTominay.
Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira