„Finnst þau vera að reyna að æsa okkur upp“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. desember 2023 14:17 Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, gagnrýnir að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla þar sem slíkt ýti undir æsing. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir galið að stjórn Gildis hafi kallað til lögreglu og öryggisvarða þegar mótmælt hefur verið við skrifstofur lífeyrissjóðsins. Slíkt ýti undir æsing og auki líkur á að mótmælin fari úr böndunum. Mótmæli fara fram klukkan 15 í dag. Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“ Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira