Friður 3000 Geir Gunnar Markússon skrifar 11. desember 2023 11:00 Heiti þessa pistils er fengið frá þeim tíma þegar Ástþór Magnússon var í framboði til forseta Íslands árið 1996 og notaðist við slagorðið „Friður 2000“. Ástþór var með það markmið að ná alheimsfrið fyrir árið 2000 en miðað við ástandið í heimsmálum í dag þá virðist nú friður í heiminum frekar fjarlægt markmið. Kannski verðum við búin að ná að sættast á frið í heiminum árið 3000? Hvernig stendur á því að borgarar þessa heims þurfa alltaf að vera í stríði? Maður hefði vonað að með meiri velmegun, aukinni þekkingu og af reynslu fyrri stríða að menn færu nú að slíðra sverðin. Við virðumst lítið sem ekkert læra af sögunni og Gyðingar sem fóru hvað verst út úr seinni heimstyrjöldinni eru nú farnir að slátra Palestínumönnum í „útrýmingarbúðum“ á Gaza! Alveg galið og það er alveg sama hvað maður hugsar þetta djúp þetta bara gengur ekki upp í hausnum á manni. Það er svo merkilegt með öll þessi stríð nú á tímum og áður fyrr að þetta er svo oft gert í nafni trúar. Það er einkennilegt að drepa í nafni trúar, því flest trúarbrögð ganga út á kærleik! Hvaða máli skiptir það hvað við trúum á s.s. Guð, Múhameð, Búdda, okkur sjálf, ekki neitt, heilagar kýr eða sólina, svo lengi sem við erum góðar manneskjur? En hverjir eru að heyja þessi stríð? Það eru oftast valdagráðugir, ríkir og frekir karlar sem telja að þeir megi allt, geti allt og ætla að gera heiminn að sínum. Freki karlinn er búinn að fá að stjórna þessum heimi allt of lengi með þeim „árangri“ sem við sjáum á þessum stríðshrjáða og sundraða heimi. Það er óskandi að kvenmenn fari að taka við stjórn heimsins. Því ef konur munu ráða hér í heiminum þá væru ekki lönd í stríði við hvort annað, þau væru bara í fýlu við hvort annað. Þeir sem síst mega sín verða svo helstu fórnarlömb þessara stríða. Það er ekki hallir freku karlanna sem eru sprengdar upp í stríðum heldur heimili friðelskandi fólks sem hefur ekkert til saka unnið nema að fæðast í þennan grimma heim. Flóttamenn úr stríðshrjáðum löndum fá svo slæmar móttökur frá freka karlinum sem vill helsta loka landamærum síns lands því ekki vill hann að eyða aurum í innflytjendur. Freki karlinn er duglegur í dag að byggja gjá milli „almennra“ borgara og innflytjenda sem þeir sjá oft allt til foráttu. Það er vonandi fyrir freka karlinn að hann verði aldrei flóttamaður frá eigin landi! Eigum við borgarar þessa heims ekki að fara að senda freka karlinn á eftirlaun? Hann hefur fengið að ganga of langt með græðgi og yfirgangi, það er kominn tími til að friðelskandi og víðsýnt fólk fái að stýra í þessum heimi. Það sem er hættulegast í þessum heimi er að gott fólk geri ekki neitt og leyfi freka karlinum að stjórna án þess að láta í sér heyra eða bregðast við ranglætinu, græðginni og frekjunni. Ég vil trúa því að það séu fleiri í þessum heimi sem eru friðelskandi og vilja ekkert frekar en lifa í sátt og samlyndi. Að við förum að vinna saman og auðga þjóðfélög með allskyns blöndum af mismunandi fólki. Stefnum að því að deila friði um allan heim og kjósum freku karlana burt. Deilum ást, umhyggju, hlýju og náungakærleik. Tökum upp friðarbyltingu og förum að pósta #peace2030 út um allt. Heimurinn og við eigum það skilið. Byggjum brýr í stað múra! Ef við erum með stórt heimili og miklar tekjur, bjóðum þeim sem minna mega sín til okkar í stað þess að byggja múra í kringum heimili okkar. Eigið gleðileg og kærleiksrík jól. Höfundur er næringarfræðingur. Imagine (íslensk þýðing) Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til aðeins jörð og himin það er auðvelt ef ég vil. Að hugsa að allir lifðu og hrærðust hér og nú. Hugsaðu þér hvergi nein landamæri lögð að drepa og deyja fyrir né deilt um trúarbrögð. Já hugsaðu þér heiminn halda grið og frið. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn gerum heiminn að griðastað. Að hugsa sér ef engar eignir væru til græðgi og hungur horfin, hvergi ranglátt spil Að hugsa öll gæði heimsins og jarðar deilast jafnt Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn, gerum heiminn að einum stað. - John Lennon Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Heiti þessa pistils er fengið frá þeim tíma þegar Ástþór Magnússon var í framboði til forseta Íslands árið 1996 og notaðist við slagorðið „Friður 2000“. Ástþór var með það markmið að ná alheimsfrið fyrir árið 2000 en miðað við ástandið í heimsmálum í dag þá virðist nú friður í heiminum frekar fjarlægt markmið. Kannski verðum við búin að ná að sættast á frið í heiminum árið 3000? Hvernig stendur á því að borgarar þessa heims þurfa alltaf að vera í stríði? Maður hefði vonað að með meiri velmegun, aukinni þekkingu og af reynslu fyrri stríða að menn færu nú að slíðra sverðin. Við virðumst lítið sem ekkert læra af sögunni og Gyðingar sem fóru hvað verst út úr seinni heimstyrjöldinni eru nú farnir að slátra Palestínumönnum í „útrýmingarbúðum“ á Gaza! Alveg galið og það er alveg sama hvað maður hugsar þetta djúp þetta bara gengur ekki upp í hausnum á manni. Það er svo merkilegt með öll þessi stríð nú á tímum og áður fyrr að þetta er svo oft gert í nafni trúar. Það er einkennilegt að drepa í nafni trúar, því flest trúarbrögð ganga út á kærleik! Hvaða máli skiptir það hvað við trúum á s.s. Guð, Múhameð, Búdda, okkur sjálf, ekki neitt, heilagar kýr eða sólina, svo lengi sem við erum góðar manneskjur? En hverjir eru að heyja þessi stríð? Það eru oftast valdagráðugir, ríkir og frekir karlar sem telja að þeir megi allt, geti allt og ætla að gera heiminn að sínum. Freki karlinn er búinn að fá að stjórna þessum heimi allt of lengi með þeim „árangri“ sem við sjáum á þessum stríðshrjáða og sundraða heimi. Það er óskandi að kvenmenn fari að taka við stjórn heimsins. Því ef konur munu ráða hér í heiminum þá væru ekki lönd í stríði við hvort annað, þau væru bara í fýlu við hvort annað. Þeir sem síst mega sín verða svo helstu fórnarlömb þessara stríða. Það er ekki hallir freku karlanna sem eru sprengdar upp í stríðum heldur heimili friðelskandi fólks sem hefur ekkert til saka unnið nema að fæðast í þennan grimma heim. Flóttamenn úr stríðshrjáðum löndum fá svo slæmar móttökur frá freka karlinum sem vill helsta loka landamærum síns lands því ekki vill hann að eyða aurum í innflytjendur. Freki karlinn er duglegur í dag að byggja gjá milli „almennra“ borgara og innflytjenda sem þeir sjá oft allt til foráttu. Það er vonandi fyrir freka karlinn að hann verði aldrei flóttamaður frá eigin landi! Eigum við borgarar þessa heims ekki að fara að senda freka karlinn á eftirlaun? Hann hefur fengið að ganga of langt með græðgi og yfirgangi, það er kominn tími til að friðelskandi og víðsýnt fólk fái að stýra í þessum heimi. Það sem er hættulegast í þessum heimi er að gott fólk geri ekki neitt og leyfi freka karlinum að stjórna án þess að láta í sér heyra eða bregðast við ranglætinu, græðginni og frekjunni. Ég vil trúa því að það séu fleiri í þessum heimi sem eru friðelskandi og vilja ekkert frekar en lifa í sátt og samlyndi. Að við förum að vinna saman og auðga þjóðfélög með allskyns blöndum af mismunandi fólki. Stefnum að því að deila friði um allan heim og kjósum freku karlana burt. Deilum ást, umhyggju, hlýju og náungakærleik. Tökum upp friðarbyltingu og förum að pósta #peace2030 út um allt. Heimurinn og við eigum það skilið. Byggjum brýr í stað múra! Ef við erum með stórt heimili og miklar tekjur, bjóðum þeim sem minna mega sín til okkar í stað þess að byggja múra í kringum heimili okkar. Eigið gleðileg og kærleiksrík jól. Höfundur er næringarfræðingur. Imagine (íslensk þýðing) Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til aðeins jörð og himin það er auðvelt ef ég vil. Að hugsa að allir lifðu og hrærðust hér og nú. Hugsaðu þér hvergi nein landamæri lögð að drepa og deyja fyrir né deilt um trúarbrögð. Já hugsaðu þér heiminn halda grið og frið. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn gerum heiminn að griðastað. Að hugsa sér ef engar eignir væru til græðgi og hungur horfin, hvergi ranglátt spil Að hugsa öll gæði heimsins og jarðar deilast jafnt Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn, gerum heiminn að einum stað. - John Lennon
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun