United horfir til bláa hluta borgarinnar í leit að nýjum miðjumanni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 22:31 Kalvin Phillips er á óskalista Man United ef sögusagnir eru réttar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ef marka má fréttir enska götublaðsins The Sun þá er Kalvin Phillips, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, efstu á óskalista Manchester United. Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Fleiri fréttir Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Fleiri fréttir Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Sjá meira