Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 16:18 Verðirnir unnu sinn fyrsta dag á endurvinnslustöð Sorpu í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi/Vilhelm Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu segir fyrirtækið hafa gripið til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina við Ánanaust úti á Granda vegna þess að óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina, bæði flöskur og dósir og raftæki. „Þeir hafa brugðist þannig við afskiptum starfsfólks okkar að við töldum ástæðu til þess að kalla eftir auknu öryggi á þessari tilteknu stöð,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Það hafi slegið í brýnu milli starfsfólks og óprúttnu aðilanna. „Og það er ekki eitthvað sem við bjóðum okkar starfsfólki upp á,“ segir Gunnar. Hann segir tvo öryggisverði standa vaktina vegna þess að Öryggismiðstöðin sendi ekki einn vörð inn í ókunnugar aðstæður. Heimildin greindi frá því í morgun að framkvæmdastjóri Grænna skáta hafi rökstuddan grun fyrir því að skipulagðir glæpahópar erlendis hafi um tveggja ára skeið herjað á söfnunargáma og stolið úr þeim dósum. Mál Sorpu er því ekki einsdæmi. Gunnar segir stöðuna sem upp er komin ekki hafa komið upp áður. Þá segir hann viðbragðstíma lögreglu ekki hafa verið slíkur að hægt hefði verið að reiða sig á það. „Þannig að þetta er okkar viðbragð við þessum aðstæðum,“ segir Gunnar. Hann segir öryggisverði koma líklega til með að vakta svæðið á meðan ástandið batnar. Að sögn hans virðist öryggisgæslan bera tilætlaðan árangur. Hann viti ekki til þess að upp hafi komið atvik síðan henni var komið fyrir. Sorpa Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu segir fyrirtækið hafa gripið til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina við Ánanaust úti á Granda vegna þess að óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina, bæði flöskur og dósir og raftæki. „Þeir hafa brugðist þannig við afskiptum starfsfólks okkar að við töldum ástæðu til þess að kalla eftir auknu öryggi á þessari tilteknu stöð,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Það hafi slegið í brýnu milli starfsfólks og óprúttnu aðilanna. „Og það er ekki eitthvað sem við bjóðum okkar starfsfólki upp á,“ segir Gunnar. Hann segir tvo öryggisverði standa vaktina vegna þess að Öryggismiðstöðin sendi ekki einn vörð inn í ókunnugar aðstæður. Heimildin greindi frá því í morgun að framkvæmdastjóri Grænna skáta hafi rökstuddan grun fyrir því að skipulagðir glæpahópar erlendis hafi um tveggja ára skeið herjað á söfnunargáma og stolið úr þeim dósum. Mál Sorpu er því ekki einsdæmi. Gunnar segir stöðuna sem upp er komin ekki hafa komið upp áður. Þá segir hann viðbragðstíma lögreglu ekki hafa verið slíkur að hægt hefði verið að reiða sig á það. „Þannig að þetta er okkar viðbragð við þessum aðstæðum,“ segir Gunnar. Hann segir öryggisverði koma líklega til með að vakta svæðið á meðan ástandið batnar. Að sögn hans virðist öryggisgæslan bera tilætlaðan árangur. Hann viti ekki til þess að upp hafi komið atvik síðan henni var komið fyrir.
Sorpa Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira