Kaup starfsfólks lögreglu á fatafellum „botnlaust dómgreindarleysi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 13:52 Helga, Sigurður og Stefán voru gestir í Vikulokunum og sögðu málið slæmt. Samsett Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lítur atvik sem átti sér stað í vinnuferð starfsmanna embættisins alvarlegum augum. Þrír starfsmenn embættisins fóru út á lífið eftir vinnuferð og pöntuðu sér fatafellu. Fyrrverandi þingmaður segir málið vont. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um það í hádegisfréttum RÚV hvort starfsmennirnir væru farnir í leyfi. Hún sagðist þó líta málið alvarlegum augum. Starfsmennirnir njóti persónuverndar á meðan málið sé til rannsóknar. Verulega vont mál Málið var rætt í Vikulokum á Rás 1 í morgun. Þar voru gestir Sunnu Valgerðardóttur þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands Stefán Pálsson sagði það gleðilegt að væri verið að fara með fólk í fræðsluferðir til Auschwitz en að um væri að ræða „botnlaust dómgreindarleysi og vitleysisgang“ af hálfu starfskvenna lögreglunnar. Hann sagði sér fallast hendur. Halla Bergþóra er lögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, sagði þetta kjánaskap og þarna hefðu verið teknar heimskulegar ákvarðanir. Málið væri óheppilegt og það væri betra ef þetta hefði ekki gerst. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingar, sagði málið ferlega ömurlegt. „Þær eru í vinnuferð. Þetta er lögreglan og þær eru ákveðnar reglur.“ Hún sagði mikilvægt að vita hvaða einstaklingur það var sem var keyptur, hver bakgrunnur hans er og sagði mjög líklegt væri að einstaklingurinn væri þolandi mansals. „Mér finnst þetta bara vont. Maður flissar við morgunverðarborðið þegar maður sér þessa frétt af því þetta er svo vandræðalegt. En svo er þetta bara alveg ömurlegt og hrikalega vont,“ sagði Helga Vala í Vikulokunum. Keyptu sér limmósínu og fatafellu Fram kom í frétt Vísis um málið í gær að vinnuferðin var farin í síðasta mánuði. Þegar henni lauk varð hópur starfsmanna eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það yfir helgina sem fylgdi sem kvenkyns starfsmenn ákærusviðs skelltu sér út á lífið, leigðu limmósínu og keyptu þjónustu karlkyns fatafellu. Í frétt Heimildarinnar í gær kom svo fram að myndum af því var svo deilt í lokaðan hóp á Snapchat. Lögreglan Pólland Mansal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um það í hádegisfréttum RÚV hvort starfsmennirnir væru farnir í leyfi. Hún sagðist þó líta málið alvarlegum augum. Starfsmennirnir njóti persónuverndar á meðan málið sé til rannsóknar. Verulega vont mál Málið var rætt í Vikulokum á Rás 1 í morgun. Þar voru gestir Sunnu Valgerðardóttur þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands Stefán Pálsson sagði það gleðilegt að væri verið að fara með fólk í fræðsluferðir til Auschwitz en að um væri að ræða „botnlaust dómgreindarleysi og vitleysisgang“ af hálfu starfskvenna lögreglunnar. Hann sagði sér fallast hendur. Halla Bergþóra er lögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, sagði þetta kjánaskap og þarna hefðu verið teknar heimskulegar ákvarðanir. Málið væri óheppilegt og það væri betra ef þetta hefði ekki gerst. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingar, sagði málið ferlega ömurlegt. „Þær eru í vinnuferð. Þetta er lögreglan og þær eru ákveðnar reglur.“ Hún sagði mikilvægt að vita hvaða einstaklingur það var sem var keyptur, hver bakgrunnur hans er og sagði mjög líklegt væri að einstaklingurinn væri þolandi mansals. „Mér finnst þetta bara vont. Maður flissar við morgunverðarborðið þegar maður sér þessa frétt af því þetta er svo vandræðalegt. En svo er þetta bara alveg ömurlegt og hrikalega vont,“ sagði Helga Vala í Vikulokunum. Keyptu sér limmósínu og fatafellu Fram kom í frétt Vísis um málið í gær að vinnuferðin var farin í síðasta mánuði. Þegar henni lauk varð hópur starfsmanna eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það yfir helgina sem fylgdi sem kvenkyns starfsmenn ákærusviðs skelltu sér út á lífið, leigðu limmósínu og keyptu þjónustu karlkyns fatafellu. Í frétt Heimildarinnar í gær kom svo fram að myndum af því var svo deilt í lokaðan hóp á Snapchat.
Lögreglan Pólland Mansal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16