Varð fyrir ælu á Baggalút Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. desember 2023 13:34 Lífið og gleðin var í fyrirrúmi á föstudagskvöldi þó sumir hafi kannski tekið aðeins of hressilega á því á Baggalút. Jólatónleikatímabilið er farið af stað með allri sinni gleði og einstaka uppkasti eins og gestur á tónleikum Baggalúts í Háskólabíó fékk að kynnast í gærkvöldi. Víða var tekið á því á köldu föstudagskvöldi. Baggalútur hefur árum saman fyllt Háskólabíó með jólatónleikum sínum sem fjölmargir sækja á hverju ári. Borið hefur á ölvun á tónleikunum enda mikið stuð á fólki. Flestir hafa þó komist heim í hreinum fötum. Erlendur S. Þorsteinsson var meðal gesta í Háskólabíó í gærkvöldi og lenti í þeirri miður skemmtilegu lífsreynslu að kastað var upp á hann. Erlendur sem er reiknifræðingur, reiknaði það út að konan ætti við drykkjuvandamál að stríða, enda kastaði hún upp á bak Erlends fyrir hlé. Hann upplýsir að konan hafi verið fjarlægð úr tónleikasalnum. Kona góð, ef þú ert að æla á bakið á mér fyrir hlé, fyrir hlé!, á Baggalútstónleikum að þá átt þú við drykkjuvandamál að stríða.— Erlendur (@erlendur) December 8, 2023 Meðal annarra gesta í salnum voru Hreggviður Jónsson fjárfestir og stór eigandi í Veritas ásamt samstarfsfélögum. Nú þegar Vítalíumálið er að baki er tilefni til að sletta aðeins úr klaufunum og fagna jólunum. En það var víðar djammað í gærkvöldi. Útvarpsmaðurinn og TikTok-stjarnan Gústi B hélt tryllt afmælisteiti í kartöfluskúrunum í Ártúnsbrekkunni. Fallegi strákurinn Patrik Atlason tryllti lýðinn sem var í flestum tilfellum rétt yfir tvítugt ef frá er talinn fyrrnefndur Patrik og útvarpskonurnar Þórdís Valsdóttir og Ósk Gunnarsdóttir. Af myndböndum að dæma gáfu þær yngra fólkinu ekkert eftir. Davíð Másson fjárfestir skellti sér út að borða á veitingastaðinn Nebraska í gær. Með í för voru meðal annars hjónin Anna Sigríður Arnarsdóttir hjá Spildu og Pétur Blöndal fjölmiðlamaður. Davíð er sérstaklega brúnn og sætur þessa dagana eftir ferðalög erlendis þar sem hann naut lífsins meðal annars í Namibíu og á fallegri eyju í Venesúela með sinni heittelskuðu Lilju Einars. Davíð Másson fjallmyndarlegur á Nebraska. En svo eru það þeir sem nýttu föstudaginn til að rækta líkama og sál. Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason hnykkluðu vöðvana í Laugum og fóru yfir málin með Benedikt Erlingssyni leikara. Hilmir steig svo á svið í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi í leikritinu Mátulegir, örugglega vel gíraður eftir góða rækt. Og svo eru það þau sem ákváðu að skilja við hasarinn á aðventunni og halda á hlýrri og spennandi slóðir. Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir eru mætt til Brasilíu þar sem Jesústyttan fræga í Ríó tók á móti þeim. Gísli Örn hefur meðal annars hitt óvæntan aðdáanda hans úr Ragnarökum auk þess sem þau skelltu sér á fótboltaleik í mekka fótboltans. Hjónin virðast hafa skemmt sér konunglega. Rakaði Dagur á sér bringuna? Síðast en ekki síst ber að nefna tryllt starfsmannapartý í ráðhúsi Reykjavíkur og í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Íþróttafréttamenn héldu jólaspurningakeppni og þá kepptu starfsmenn sín á milli í því hver ætti bestu jólaskreytinguna. Hápunktur kvöldsins í ráðhúsinu var svo líklega þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem á rétt rúman mánuð eftir í starfi, mætti sem Skíða-Ken í ráðhúsið. Það var vel við hæfi, enda Barbie þema. Sérstaka athygli vekur bringan á Degi en svo virðist vera sem borgarstjórinn hafi rakað hana í tilefni kvöldsins. Dagur var hrókur alls fagnaðar í teitinu, enda líklega í besta búningnum. Næturlíf Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Baggalútur hefur árum saman fyllt Háskólabíó með jólatónleikum sínum sem fjölmargir sækja á hverju ári. Borið hefur á ölvun á tónleikunum enda mikið stuð á fólki. Flestir hafa þó komist heim í hreinum fötum. Erlendur S. Þorsteinsson var meðal gesta í Háskólabíó í gærkvöldi og lenti í þeirri miður skemmtilegu lífsreynslu að kastað var upp á hann. Erlendur sem er reiknifræðingur, reiknaði það út að konan ætti við drykkjuvandamál að stríða, enda kastaði hún upp á bak Erlends fyrir hlé. Hann upplýsir að konan hafi verið fjarlægð úr tónleikasalnum. Kona góð, ef þú ert að æla á bakið á mér fyrir hlé, fyrir hlé!, á Baggalútstónleikum að þá átt þú við drykkjuvandamál að stríða.— Erlendur (@erlendur) December 8, 2023 Meðal annarra gesta í salnum voru Hreggviður Jónsson fjárfestir og stór eigandi í Veritas ásamt samstarfsfélögum. Nú þegar Vítalíumálið er að baki er tilefni til að sletta aðeins úr klaufunum og fagna jólunum. En það var víðar djammað í gærkvöldi. Útvarpsmaðurinn og TikTok-stjarnan Gústi B hélt tryllt afmælisteiti í kartöfluskúrunum í Ártúnsbrekkunni. Fallegi strákurinn Patrik Atlason tryllti lýðinn sem var í flestum tilfellum rétt yfir tvítugt ef frá er talinn fyrrnefndur Patrik og útvarpskonurnar Þórdís Valsdóttir og Ósk Gunnarsdóttir. Af myndböndum að dæma gáfu þær yngra fólkinu ekkert eftir. Davíð Másson fjárfestir skellti sér út að borða á veitingastaðinn Nebraska í gær. Með í för voru meðal annars hjónin Anna Sigríður Arnarsdóttir hjá Spildu og Pétur Blöndal fjölmiðlamaður. Davíð er sérstaklega brúnn og sætur þessa dagana eftir ferðalög erlendis þar sem hann naut lífsins meðal annars í Namibíu og á fallegri eyju í Venesúela með sinni heittelskuðu Lilju Einars. Davíð Másson fjallmyndarlegur á Nebraska. En svo eru það þeir sem nýttu föstudaginn til að rækta líkama og sál. Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason hnykkluðu vöðvana í Laugum og fóru yfir málin með Benedikt Erlingssyni leikara. Hilmir steig svo á svið í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi í leikritinu Mátulegir, örugglega vel gíraður eftir góða rækt. Og svo eru það þau sem ákváðu að skilja við hasarinn á aðventunni og halda á hlýrri og spennandi slóðir. Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir eru mætt til Brasilíu þar sem Jesústyttan fræga í Ríó tók á móti þeim. Gísli Örn hefur meðal annars hitt óvæntan aðdáanda hans úr Ragnarökum auk þess sem þau skelltu sér á fótboltaleik í mekka fótboltans. Hjónin virðast hafa skemmt sér konunglega. Rakaði Dagur á sér bringuna? Síðast en ekki síst ber að nefna tryllt starfsmannapartý í ráðhúsi Reykjavíkur og í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Íþróttafréttamenn héldu jólaspurningakeppni og þá kepptu starfsmenn sín á milli í því hver ætti bestu jólaskreytinguna. Hápunktur kvöldsins í ráðhúsinu var svo líklega þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem á rétt rúman mánuð eftir í starfi, mætti sem Skíða-Ken í ráðhúsið. Það var vel við hæfi, enda Barbie þema. Sérstaka athygli vekur bringan á Degi en svo virðist vera sem borgarstjórinn hafi rakað hana í tilefni kvöldsins. Dagur var hrókur alls fagnaðar í teitinu, enda líklega í besta búningnum.
Næturlíf Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira