Guðbjörg hringdi bjöllunni Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2023 11:50 Guðbjörg Matthíasdóttir hringdi Kauphallarbjöllunni um borði í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun. Nasdaq Iceland Viðskipti með hlutabréf Ísfélags hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hófust í morgun. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags, hringdi af því tilefni Kauphallarbjöllunni um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun og naut hún þar aðstoð barnabarna sinna, þeim Magnúsi og Sigurði. Í tilkynningu frá Nasdaq segir að Ísfélag tilheyri Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og sé 32. félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltics í ár. „Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið stundar aðallega veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, bolfiski og rækju auk þess sem dótturfélög þess stunda margþætta tengda starfsemi. Ísfélagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfélögum landsins með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum og starfsstöðvar að auki á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn. Félagið er með 8,9% af heildarúthlutuðu aflamarki íslenskra fyrirtækja og er einn stærsti framleiðandi af lýsi og fiskimjöli á Íslandi. Félagið einsetur sér að vera fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti og stunda starfsemi sína í sátt við umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningunni. Nasdaq Iceland Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að skráningin á aðalmarkað marki mikilvæg tímamót fyrir félagið.„Við sjáum fram á vaxtartækifæri í aflaheimildum sem og í gegnum hlutdeildar- og dótturfélög okkar og stefnum á að styrkja samkeppnisstöðu okkar á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. með hagræðingu og sérhæfingu í veiðum og vinnslu. Við erum afar ánægð með frábæra niðurstöðu úr útboðinu sem sýnir traust fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim.” Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að það sé heiður að bjóða elsta starfandi hlutafélag landsins velkomið á Aðalmarkaðinn. „Ísfélagið er rótgróið fyrirtæki með glæsilega sögu og metnaðarfull vaxtarplön. Mikill áhugi fjárfesta á útboði félagsins sýnir trú þeirra á félaginu og áhuga á íslenskum sjávarútvegi, enda stendur sjávarútvegur okkur mjög nærri. Við óskum öllum hjá Ísfélagi innilega til hamingju, skráning á markað styður við sýnileika félagsins og dregur að fjölbreyttari hóp fjárfesta.“ Ísfélagið Kauphöllin Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. 2. desember 2023 09:37 IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“ 30. nóvember 2023 12:31 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Í tilkynningu frá Nasdaq segir að Ísfélag tilheyri Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og sé 32. félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltics í ár. „Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið stundar aðallega veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, bolfiski og rækju auk þess sem dótturfélög þess stunda margþætta tengda starfsemi. Ísfélagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfélögum landsins með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum og starfsstöðvar að auki á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn. Félagið er með 8,9% af heildarúthlutuðu aflamarki íslenskra fyrirtækja og er einn stærsti framleiðandi af lýsi og fiskimjöli á Íslandi. Félagið einsetur sér að vera fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti og stunda starfsemi sína í sátt við umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningunni. Nasdaq Iceland Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að skráningin á aðalmarkað marki mikilvæg tímamót fyrir félagið.„Við sjáum fram á vaxtartækifæri í aflaheimildum sem og í gegnum hlutdeildar- og dótturfélög okkar og stefnum á að styrkja samkeppnisstöðu okkar á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. með hagræðingu og sérhæfingu í veiðum og vinnslu. Við erum afar ánægð með frábæra niðurstöðu úr útboðinu sem sýnir traust fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim.” Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að það sé heiður að bjóða elsta starfandi hlutafélag landsins velkomið á Aðalmarkaðinn. „Ísfélagið er rótgróið fyrirtæki með glæsilega sögu og metnaðarfull vaxtarplön. Mikill áhugi fjárfesta á útboði félagsins sýnir trú þeirra á félaginu og áhuga á íslenskum sjávarútvegi, enda stendur sjávarútvegur okkur mjög nærri. Við óskum öllum hjá Ísfélagi innilega til hamingju, skráning á markað styður við sýnileika félagsins og dregur að fjölbreyttari hóp fjárfesta.“
Ísfélagið Kauphöllin Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. 2. desember 2023 09:37 IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“ 30. nóvember 2023 12:31 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. 2. desember 2023 09:37
IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“ 30. nóvember 2023 12:31