Af hverju förum við á loftslagsráðstefnur? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. desember 2023 12:31 Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar