Af hverju förum við á loftslagsráðstefnur? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. desember 2023 12:31 Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun