Af hverju förum við á loftslagsráðstefnur? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. desember 2023 12:31 Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun