Öryggisráðið greiðir atkvæði um tillögu um tafarlaust vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 06:41 Öryggisráðið kemur saman í dag og greiðir atkvæði um tillögu um vopnahlé. AP/Eduardo Munoz Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virkjaði 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í gær og sendi erindi á forseta Öryggisráðsins þar sem hann sagði algjört hrun yfirvofandi á Gasa. 99. greinin hljóðar þannig: „Aðalforstjórinn getur vakið athygli öryggisráðsins á hverju því máli, sem að hans dómi kann að stofna í hættu varðveizlu heimsfriðar og öryggis.“ Guterres sagði að undir stöðugum loftárásum Ísraelshers og þar sem íbúar hefðu ekki í neitt skjól að venda né bjargir til að bjarga lífi og limum gerði hann ráð fyrir algjöru samfélagslegu hruni. Í kjölfarið yrði öll neyðaraðstoð á svæðinu ómöguleg. Í kjölfar erindis Guterres lögðu fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmana fram drög að tillögunni sem tekin verður fyrir í Öryggisráðinu í dag, samkvæmt sendinefnd Ekvador, sem fer fyrir ráðinu í desember og ræður dagskrá þess. AFP komst yfir drögin í gær og þar er ástandinu á Gasa lýst sem hörmulegu og tafarlauss vopnahlés krafist. Þá er farið fram á vernd borgara, lausn gísla í haldi Hamas og að neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn hafa hingað til staðið staðfastlega við bak Ísraelsmanna og neitað áköllum um vopnahlé. Þeir segja nýja tillögu í Öryggisráðinu ekki gagnlega á þessum tímapunkti. Þá sagði Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, ákvörðun Guterres um að virkja 99. greinina „ógn við heimsfrið“. Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virkjaði 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í gær og sendi erindi á forseta Öryggisráðsins þar sem hann sagði algjört hrun yfirvofandi á Gasa. 99. greinin hljóðar þannig: „Aðalforstjórinn getur vakið athygli öryggisráðsins á hverju því máli, sem að hans dómi kann að stofna í hættu varðveizlu heimsfriðar og öryggis.“ Guterres sagði að undir stöðugum loftárásum Ísraelshers og þar sem íbúar hefðu ekki í neitt skjól að venda né bjargir til að bjarga lífi og limum gerði hann ráð fyrir algjöru samfélagslegu hruni. Í kjölfarið yrði öll neyðaraðstoð á svæðinu ómöguleg. Í kjölfar erindis Guterres lögðu fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmana fram drög að tillögunni sem tekin verður fyrir í Öryggisráðinu í dag, samkvæmt sendinefnd Ekvador, sem fer fyrir ráðinu í desember og ræður dagskrá þess. AFP komst yfir drögin í gær og þar er ástandinu á Gasa lýst sem hörmulegu og tafarlauss vopnahlés krafist. Þá er farið fram á vernd borgara, lausn gísla í haldi Hamas og að neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn hafa hingað til staðið staðfastlega við bak Ísraelsmanna og neitað áköllum um vopnahlé. Þeir segja nýja tillögu í Öryggisráðinu ekki gagnlega á þessum tímapunkti. Þá sagði Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, ákvörðun Guterres um að virkja 99. greinina „ógn við heimsfrið“.
Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira