Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu“ Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. desember 2023 20:49 „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar um ummæli framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins Vísir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu. „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
„Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira